Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 33
VALSBLAÐIÐ 29 Hann kemur öðrum í slæmt skap, en verst er þetta þó fyrir liann sjálfan. Á áhorfendapöllunum skemmtir mað- ur sér bezt, ef maður vill það sjálfur. Það er því alveg á vahli mannsins sjálfs livað hann fær fyrir aðgangs- eyrinn, en það Iiafa fæstir gert sér Ijóst. Það væri líka freistandi að ræða um liina verulega slæmu áhorfendur hina lélegu íþróttamenn á áhorf- endapöllum — Það er furðulegt livað þeir geta tekið uppá að lirópa til ein- stakra leikmanna, — eða til dómar- ans — vegna þess að þeir telja sig örugga í skjóli fjöldans. Það eru lil leikmenn sem láta það hafa áhrif á sig, láta það „fara í taug- arnar á sér“ — og áhorfendur sem ganga á það lagið. Flestir áhorfenda fá of lítið útúr leikjunum — og það er þeirra eigin sök. Það er margt annað en spenning- inn að sækja á knattspyrnuleik. Læri maður það, getur maður fengið mikla skemmtun, jafnvel þó uppáhaldslið- ið tapaði. Maðtir á að velta fyrir sér eigin skoðun á málinu. Alveg eins og kvikmynd getur verið skemmtileg þótt hún endi illa, eins getur maður í gamla Að því er sögur lierma, er talið að Kínverjar liafi leikið knattleik fyrir um 2000 árum, sem nefndur var Tsuh- kuh og um sama leyti liafi Florens- búar iðkað svipaða íþrótt. Megin- atriði leiksins var að koma knettinuni í mark og mátti bæði nota til þess hendur og fætur. Spyrna með fótun- um en slá með hnefunum. í leik þess- um hóku þátt 27 leikmenn á hvora hlið og léku 15 þeirra framherja. * Það voru ensku heimavistarskól- arnir sem koma fastri skipan á knatt- spyrnuna og sköpuðu henni reglur. Þó var nokkur skipulagsmunur á hjá hverjum skóla fyrir sig sem olli ým- iskonar vandræðum er fylkingar sigu sainan og skólarnir efndu til kapp- haft ánægju af knattspyrnuleik með því að gefa eitthvað sjálfur. Með því að vera áhorfandi af líf og sál. Knud Lundberg Laus. þýtt af F.H. (Aðeins stytt). Leikinenn úr 3. I'l. A 15 1960. Afuiri röiV: Haukur Gíslason þjálfari, Birgir Blöndal, FriAjón GuOniundssoii, Vilhjálmur Sicurðsson, Pétur Sveinbjörnsson, Harry Sigurðsson, Kögnvaldur Sigurðssoii, Ólafur Sigurðssou, Kristmann Óskursson, Murdo þjálfari. Freinri röð: Benedikt Bachniann, Jón Agústsson, hórir Erlcndsson, Ragnur Ragnarsson, hlaut 2. verðlaun á unglingudegi KSÍ. Geir Þorsteinsson Sigurður Gunnarsson, Hermann Gunnarsson. daga ... leika. Það var fyrst árið 1848 sem tókst að skapa nokkurnveginn sam- ræmdar reglur fyrir leikinn. En árið 1855 var fyrsta knattspyrnufélagið í Bretlandi stofnað, var það í borginni Slieffield, en það félag er jafnframt fyrsta knattspyrnufélagið í veröld- inni. * Fyrsti landsleikur Skota og Eng- lendinga fór fram árið 1872 og lauk með jafntefli og án þess að mark yrði skorað. Enska liðið var skipað 8 framherjum, 1 framverði, 1 bakverði og markverði. Hinsvegar voru 6 fram- herjar hjá Skotum, 2 framverðir, 2 bakverðir og markvörður. Árið eftir tók Englendingar upp skipulag Skot- anna og nokkru síðar var ]iað skipu- lag, sem bezt þekkist í lieiminu í dag tekið upp þ. e. s. 5 framherjar, 3 framverðir 2 bakverðir og markvörð- ur. Að vísu hefir á síðari tímum verið nokkuð breytt frá þessari reglu með þriggja bakvarða kerfinu. Vörn og sókn. Vörnin er talin mikilvægust í nú- tíma knattspvrnu. I Danmörku var KB-leikmaðurinn Erik Gliimer fræg- ur fyrir snildarstjóm sína á vörn liðsins, þó hann væri ekki sjálfur tal- inn neinn afburða leikmaður. En yfirsýn lians og skipulagshæfileikar ásamt eldsnöggum tilsvörum, þegar því var að skipta, eru landfræg. Eitt sinn er KB og KFUM kepptu, hrópaði einn sóknarleikmaður KFUM til félaga síns? Leiktu í eyðuna, leiktu í eyðuna. Þá lirópaði Glúmer: Ertu vitlaus maður, heldurðu að það sé eyða í vörninni? Það var ekki aðeins á áhorfendapölhmum sem svarað er skírt og skorinort. (---------—'—-----—-------— Forsíðumyndin er eftir SIGFÚS HALLDÓRSSUM ___________________________>

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.