Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 22

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 22
20 VALUR Jón Sigurfeson, sextugur 1 hinni merku bók sinni „íþróttir fornmanna" eftir dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, sem allir þeir sem íþróttum unna, ættu að lesa vel, segir höfundur m. a. „Hversu títt æskumenn í fornöld gjörðu sér um líkamsæfingar, um það ber ljósastan vottinn hin dæmafáa íþrótta- atgjörvi, er sögur fara af um norræna menn, jafnt í útlendum ritum sem inn- lendum. Svo leiknir gátu þeir ekki orðið í listunum, nema af því að þeir ræktu þær af kappi, frá blautu barnsbeini. Höfundur Konungsskuggsj ár ræður þeim, er verða vill „vel lærður“ við vopna- burð, að æfa þann leik eigi sjaldnar en tvisvar á dag, ef hann má því við koma, — „en engan dag lát þú svo allan út ganga, að þú leikir eigi þennan leik einu sinni, nema heilagt sé.“ Og enn segir dr. Björn, „enda fór því fjarri, að unglingar létu sér nægja þær æfingastundir einar, er þjálfarinn fylgdi þeim. Upp á eigin spýtur byltu þeir sér einatt úti á víðavangi og léku listir sín- ar. Vér sjáum þá iðka sundfarir við sjó fram, eða í ám og vötnum eða laugum, glímur og stökk í stofum inni eða á mörkum úti. Þegar snæ leggur í brekkur og ísa á vötn, liðka þeir og herða lík- ama sinn við skíðafarir, skautahlaup eða knattleika. Þá freistuðu þeir björg og hamra til að reyna fimleik sinn og áræði. Hugprýði var hverjum karlmanni hin mesta metnaðarsök og var um að gjöra að glæða þann eiginleika þegar frá blautu barnsbeini,' því að „fár er hvatr, er hrörnast tekr, ef í bamæsku er blauðr,“ svo segir Sigurður Fáfnis- bani. Hér er brautin mörkuð þeim sem íþróttir vilja stunda og árangri ná og hljóta sigurkransinn að launum. Þessi sannindi, sem rituð voru af höfundi Konungsskuggsjár fyrir mörg hundruð árum, eru enn í fullu gildi, að því er tekur til íþróttaiðkana og kapp- rauna. Að enginn nema sá sem er í fullri þjálfun, hvort heldur er í einmennings- keppni eða flokkakeppni, getur lagt fram alla orku sína og sigrað — eða fallið með sæmd. Hinir falla allir óbættir hjá garði — svo gera allir, er bregðast köllun sinni, eða trúnaði við áhugamál sitt eða íþrótt. Slíkum úrslitum verður hvorki skýlt með hroka né gikkslegri fyndni — en hvorttveggja ljós vottur minnimáttarkenndar og sektarmeðvit- undar. EB. Á þessu afmælisári Vals átti annar af heiðursfélögum félagsins, Jón Sigurðsson, borgarlæknir, sex- tugsafmæli. Það var í rauninni Jón sem rak smiðshöggið á starf endur- reisnarmannanna, sem við tóku eftir 1921 og blésu nýju lífi í fé- lagið. Ungur að árum komst hann í kynni við félagslífið í KFUM, bæði í starfi Væringja, og síðar undir handleiðslu sr. Friðriks Frið- rikssonar. Þetta varð honum hið góða veganesti þegar hann síðar kom inn í stjórn Vals 1923, og sér- staklega þegar hann er kjörinn for- maður, en það gerðist fyrst 1928, og var hann formaður næstu 3 árin. Jón hafði þá kosti sem góður forustumaður þurfti að hafa. Hann var ákaflega áhugasamur um íþróttamál, einlægur í hverju því verki sem hann tók sér fyrir hend- ur. Allt sem laut að skipulagi var honum mjög sýnt um, og hafði gott lag á því að fá menn í kringum sig til að vinna. Að þessu leyti voru vinnubrögð hans nokkuð einstæð og jákvæð. Hann hugsaði málin, skrifaði svo verkefnið niður á blað og ákvað hver skyldi svo fram- kvæma. Þetta blað afhenti hann svo viðkomandi, sem svo varð við óskum Jóns. Skilningur Jóns á íþróttum og því starfi sem þar fór fram var fyrst og fremst að gera þátttak- endur að betri mönnum, og því var snar þáttur í umræðum hans við unga menn að sýna drenglyndi og vilja í verki og leik. Það var því í rauninni engin til- viljun að Valur skyldi einmitt á stjórnarárum hans vinna í fyrsta sinn Islandsmeistaratitil í knatt- spyrnu í fyrsta aldursflokki. Þar bjó sannarlega að framsýni hans og skipulögðum vinnubrögðum. Það var því þýðingarmikið fyrir þá sem við tóku, og félagið sjálft að geta byggt á svo traustri undir- stöðu sem þá þegar var fengin, og allir forustumenn Vals, eftir að Jón hætti og hvarf til framhalds- náms, reyndu að fylgja stefnuhans í félagsmálum, og tíminn hefur sannað að það reyndist hyggileg- ast. Valsmenn þakka Jóni fyrir störf hans í þágu félagsins, og árna hon- um heilla í tilefni af afmælinu. í tilefni af þessum merku tíma- mótum í ævi Jóns bað Valsblaðið hann að segja dálítið frá liðnum dögum utan vallar og innan. Varð hann við þessu, og kemur víða skemmtilega við, og gaman fyrir nútíma Valsmenn að kynnast þess- um ágæta félaga og brautryðjanda. Flengingar á „Bolludag,11 tekju- öflun til boltakaupa. Hvaö getur þú sagt okkur frá æsku þinni? Ég er fæddur 29. júní 1906 að Laugavegi 67. Ég man fyrst eftir mér þegar ég var lokaður inni þar, í barnaveiki 1909, þriggja ára gamall. Ég man eftir því, þegar aðrir krakkar þar fyrir utan voru að kasta snjóboltum upp í glugg- ann, en ég var lokaður inni með konu, sem bjó hjá móður minni, en hún vann í Iðunni, sem var klæða- verksmiðja þá.Guðmundur Björns- son, landlæknir, stundaði mig og skar þarna skurð á hálsinn á mér, sem ég ber merki síðan. Árið 1909 misstum við bróður föður okkar, Ámundi var þá 4ra ára og Ólafur eins árs. Eftir það fluttum við með móður okkar til foreldra hennar að Laugavegi 70 og bjuggum þar í nokkur ár, eða þangað til að móðir mín flutti að Laugavegi 56 og tók að selja fæði. Þetta húsnæði þekktum viðÁmundi nokkuð, því við liöfðum þá báðir gengið í skóla hj á Samúel Eggerts- syni, skrautritara í þessari sömu íbúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.