Valsblaðið - 24.12.1966, Side 45

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 45
VALUR 43 Björgunar-flugvélin að lcoma í Ijós eftir aö hafa legiö i „hý<U“ allan veturinn. Ýturnar hafa létt af henni farginu og bráðum taka þær hana á slef. 500 m frá staðnum, þar sem flug- vélarnar voru. F1 j ótlega komu leið- angursmenn auga á svolitla þúst þarna á snjóbreiðunni, á stærð við heysátu. Þar undir skyldi björg- unarvélin vera. Aðeins það af finna þessa „heysátu" á liinum 8700 ferkílómetra Vatnajökli var mikið afrek, þó sjálf staðsetningin hafi verið kunn áður. Sugulcgur u]i|igröftur. Nú byrjaði uppgröfturinn, því það átti að ,,frelsa“ flugvélina. Niður á topp vélarinnar var 1 met- er, en það varð að grafa 6—7 m niður til þess að losa hana. Án ýt- anna hefði það verið óhugsandi að fjarlægja þetta snjómagn. Við sjálfa vélina varð að nota hand- verkfæri, en ýturnar fluttu snjó- inn svo lengra burt. Eftir 5 daga strit í mismunandi veðri, oftast meira og minni snjókomu og 18— 30 stiga frosti hafði tekizt að losa allan snjó frá henni og gera ská- braut upp úr gryfjunni. Síðustu 38 tímana höfðu leiðangursmenn unnið samfleytt með stuttum mat- arhléum, og lögðu sig nú til hvíld- ar um stund. Nú var eftir að lyfta vélinni aðeins upp og sjá lendingarbúnað og þvínæst átti að draga hana upp með talíukrafti og með ýtunum. Eftir 4ra tíma svefn vöknuðu leiðangursmenn við það að kominn var blindbylur, sem þegar hafði tekizt að fylla upp það, sem þeir höfðu grafið frá vélinni, og kaf- færa hana aftur. Þetta mikla verk varð því að endurtaka. Laugardaginn 28. apríl stóð vélin aftur á jöklinum, eftir að fjarlægðir höfðu verið um 30,- 000 teningsmetrar af snjó og ís. Það ótrúlega var að vélin virtist alveg óskemmd. Það eina, sem í henni sást var að skíðin undir höfðu gefið sig. Hún leit út eins og hún hefði lent þarna og væri tilbúin að leggja af stað aftur. K;i|)|tlilau|i viO voriO. Nú höfðu allir fengið nóg af dvölinni á Bárðarbungu, sem var orðin lengri en gert var ráð fyrir. Hráolían — æti ýtanna — var búið, og mjög gengið á matarbirgð- ir, en það var ekki hættulegt, birgðir voru fluttar á staðinn með flugvélum og kastað niður til leið- angursmanna. Hingað til hafði verið stöðugt frost, en vorið nálgaðist. Þá og þegar gat brugðið til þýðu, og það var það versta sem fyrir leið- angursmenn gat komið. Gert var ráð fyrir að önnur ýtan nægði til að draga vélina niður af jöklinum, hin átti svo að draga sleðana með ýmsu, sem bjargað var úr Geysi. Þegar til kom þurfti að beita báð- um ýtunum fyrir vélina, til að draga þetta 8—9 tonna stykki, og tvo sleða með farangri. Sunnudaginn 29. apríl lögðu 7 menn af stað með ýturnar, og flug- vélina í eftirdragi, en 5 menn voru eftir til að halda áfram bj örgunar- starfi úr Geysi. Ekið var án hvíld- ar og eftir 24 tíma voru leiðang- ursmenn komnir nálægt þeim stað, sem menn höfðu hugsað sér að fara niður af jöklinum. Eftir að hafa áttað sig á aðstæðum, hófst ferðin niður. Önnur ýtan fór á undan, en hin á eftir til þess að halda við í hallanum niður. Þess- um kafla leiðarinnar lauk á nokkr- um tímum og nú var vélin aftur á fastri jörð. Vorið hafði sigrað í þessu kapphlaupi, og þó ekki nema að nokkru leyti. Á jöklinum hafði þýðunni ekki tekizt að eyðileggja færið, en niðri á malarsléttunum á Fljótsodda, þar sem menn höfðu hugsað sér að gera bráðabirgða flugvöll, hafði vorinu og þýðunni tekist að gera svæðið að vatnsmettaðri snjóleðju, þar sem ekki var lengur um að ræða að gera flugbraut. Auk þess sýndi það sig að skíðin undir vél- inni höfðu ekki þolað áreynsluna og mundu ekki þola meir. Efni til að gera við skíðin varð að senda með flugvél frá Reykjavík, og kasta því niður. Nýjan stað varð að finna, þar sem hægt væri að gera braut fyrir vélina. Ennfrem- ur varð að sækja mennina, sem unnu að björguninni við Geysi. Á leiðinni yfir jökulinn höfðu tveir flugmenn, sem voru meðal leiðangursmanna, og staðið fyrir þossari djörfu tilraun um björgun, flugstjórinn, Kristinn Ólsen og Al- freð Elíasson — unnið inni í vél- inni og athugað áhöld og vélar, sem þeir gátu. Til mikillar gleði fyrir flugmennina, virtust öll tæki vinna rétt. Flugvélin hafði legið í hýði í vetur, en var nú komin út í vorið í góðu ástandi. Gert hafði verið við skíðin, og fundizt hafði nýtt vallarstæði á Fremri-eyrum um 5 km sunnar. Við þetta mátti þó setja stórt spurningarmerki. Til þess að kom- ast þangað varð að fara yfir óslétt

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.