Valsblaðið - 24.12.1970, Page 36

Valsblaðið - 24.12.1970, Page 36
34 VALSBLAÐIÐ Þeir ungu hafa orðiS Nú eins ogr endrana'r ffefum við fyrirliðum sveitanna orðið og: \afalaust iiggur |>f‘im niikið á hjarta, því marg:t hefur sjálfsag:t skemmtileg:t skeð á þessu ári sem gainan er að rifja upp svona í lok keppnisársins. ÖII hafa þau það sameiginleg:t, að þegar litið er til baka, verður þetta allt svo skemmtilegt, þó inn á milli komi í frásögninni atvik sem voru leiðinleg meðan þau voru að ske. En svona eru íþróttirnar, það Ieiðinlega getur orðið skemmtilegt þegar frá líður, það gæti bent til þess að þetta unga fólk okkar í Val kynni að taka mótlætinu eins og velgengninni, og væri það þeim og félaginu mikils virði. Foringjamir ungru hafa þetta að segja: Pétur Úlfar Ormslev, fyrirliði í 5. fl. A. Ég held ég hafi verið 6 eða 7 ára, þegar ég byrjaði að leika mér að fót- bolta, mér þótti það strax mjög gam- an. Fyrst var ég eitt ár í KR, en svo fór ég í Val, af því að ég þekkti fleiri þar, og sé ég ekkert eftir því. Ég held að það hafi verið í hittiðfyrra. Ég var heppinn, lenti strax í A-lið- inu í 5. fl. Fyrsti leikurinn sem ég lék með Val, var æfingaleikur við Breiðablik, og fór hann fram í vondu veðri, en samt var það gaman. Ég var innherji í þeim leik, sem við unnum með 10 mörkum gegn engu, en ég skoraði ekkert mark í þeim leik. Fyrsti leikurinn sem ég lék í móti fyrir Val var í Reykjavíkurmóti, og kepptum þá við Víking, og unnum 2:0. Ég hafði heppnina með mér í þeim leik og skoraði fyrra markið. Annars hefur gengið á ýmsu hjá okkur, en samt hefur þetta allt verið skemmti- legt. Þetta byrjaði nú heldur illa, töp- uðum fyrir Þrótti 8:2 í fyrsta leik, og svo 4:0 fyrir Fram í þeim næsta. Fjórir eða fimm úr liðinu höfou farið í sveit, og var ég einn þeirra. Svo fréttum við þessar ófarir flokks- ins. Fórum við þá í bæinn, og kom- um þrír sama daginn og keppa átti við Fylki, en þeim leik lauk með sigri okkar 10:0. Eftir þetta fór okkur að ganga betur, og unnum íslandsmótið. Töp- uðum aðeins fyrir Fram í Haust- mótinu 3:2. Það var dálítið merkilegt hvernig leikirnir fóru á Suðurnesjum í ís- landsmótinu: Keflavík vann Sand- gerði 12:0, svo vinnum við Keflavík 3:1, en svo gerum við jafntefli við Sandgerði 2:2. Þar skeði skrýtið atvik: Sandgerð- ingar sækja, og allt í einu sjáum við annan framvörðinn okkar með bolt- ann í höndunum, hafði þá bjargað á þennan hátt á línu, fer hann sér ekki neitt óðslega og sparkar loks boltanum í burtu. Dómarinn sá ekk- ert hvað um var að vera. en línu- verðirnir sáu og sögðu dómaranum hvað fyrir hafði komið, og dæmdi þegar á okkur vítaspyrnu, og náðu þeir þar með jafntefli: 2:2. Mér finnst ágætt félagslíf í 5. flokki A. Það voru einstöku fundir. í liðinu eru margir skemmtilegir strákar, sem héldu uppi lífi og fjöri Þeir ganga allir upp nema einn og ég vona að þeir haldi áfram að vera saman og æfa. Ef það tekst ætti lið- ið að ná árangri næsta ár. Ásmundur Páll Ásmundsson fyrirliði í 5. fl. B. Ég held að ég hafi verið 8 ára, þeg- ar ég fór fyrst á æfingu hjá Val, ég fékk að fara með bróður mínum sem var í Val, og þótti mér gaman að vera með. Ég gekk ekki í félagið fyrr en árið eftir, en ég hélt alltaf með Val, og þessvegna vildi ég láta skrifa mig inn. í fyrra æfði ég í 5. fl. c. og lék þá fyrsta leikinn, og var það skemmti- legt. Var það leikur við Víking, sem mig minnir að við höfum unnið 4:3. Þá var ég framvörður hægra megin. Mér þótti það ákaflega spennandi að vera valinn í liðið til að keppa í Vals- búningi. í sumar lék ég svo í 5. fl. B. og unnum við Reykjavíkurmótið, vor- um í úrslitum við Fram og unnum 1:0. Úrslitamarkið kom, þegar að- eins tvær mínútur voru eftir af leikn- um, og mikið urðum við glaðir þegar markið kom! í Miðsumarsmótinu gekk þetta sæmilega, vorum í 2.—3. sæti og eins í Haustmótinu. Mér finnst góður félagsandi í 5. fl. B. og gaman að taka þátt í æfing- unum, aðstaðan er líka góð á Hlíðar- enda. Ég álít líka að það þyrfti að halda fleiri fundi en gert var, fyrir strákana, og tala um knattspyrnu, og sjá knattspyrnumyndir. Það er alltaf gaman á fundum. Það er afar- skemmtilegt á Uppskeruhátíðinni, þegar við fáum sérstök skjöl, ef við höfum unnið mót á sumrinu, það er hátíðlegt. Ég álít, að strákarnir hefðu átt að mæta mun betur á æfingum í sum- ar en þeir gerðu, og þrátt fyrir það held ég, að 5. fl. geti náð langt og unnið mót næsta ár, ef þeir halda vel saman og æfa, og ég held að þeir ætli að gera það. Róbert er ægilega góður þjálfari, skemmtilegur og ákveðinn. Gústaf Gústafsson, fyrirliði 5. fl C. Ég var víst fjögurra ára, þegar ég byrjaði að sparka fótbolta. Pabbi gaf eldri bróður mínum bolta, og þá fékk ég að nota hann líka, og þótti mér þetta skemmtilegt leikfang. 1 Val gekk ég þegar ég var 8 ára, en tók æfingarnar ekki alvarlega til að byrja með. Svo í vor fór ég að æfa reglulega, og þá fór ég strax að keppa með C-liðinu, og hef síðan keppt alla leikina. Ég man vel hvað ég var tauga- óstyrkur í fyrsta leiknum sem ég keppti með Val, og var það við Þrótt, ef ég man rétt. Við unnum þann leik með einu marki gegn engu, svo það mátti ekki miklu muna. Ég hef verið miðvörður, og er það skemmtileg staða, en það er ekki alltaf gaman að gæta miðherjans, sem hleypur hingað og þangað. Þetta gekk heldur vel hjá okkur, við vorum í öðru sæti í Reykjavíkur- mótinu og Miðsumarsmótinu, en svo unnum við Haustmótið, og það var skemmtilegt. Úrslitaleikurinn í Haustmótinu var eftirminnilegur og skemmtileg- ur fyrir okkur Valsstrákana. Við höfðum allt að vinna. Þetta var leik- ur við Þrótt, og færu leikar svo að jafntefli yrði, urðum við að leika aukaleik við Víking. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, og leikar stóðu 2:1 okkur i vil, er dæmd á okkur víta- spyrna. Ég og annar strákur gerðum þá skyssu að fara aftur fyrir markið á meðan spyrnan var tekin. Síðan

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.