Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 15

Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 15
5.C I ATVINNIJ- MENNSKU Sævar í landsleik gegn Austur-Þýskalandi. hefur leikið sem atvinnumaður í þremur löndum, er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Islands frá upphafi og sú fyrirmynd sem ung- ir varnarmenn ættu að helst að líkja eftir. Það er ekki ofsögum sagt að halda því fram að Sævar sé „draumur hvers þjálfara”. Hann hefur um 10 ára skeið verið fremstur í flokki íslenskra varnarmanna, hann er leikmaður sem fórnar sér heilshugar í alla leiki og drífur samherjana áfram á dugnaði og krafti. Þótt Sævar hafi leikið knattspyrnu með Val frá því hann komst til vits og ára er hann Kópavogsbúi frá toppi til táar. Foreldrar hans eru Guðlaug Ólafsdóttir og Jón Þórarinsson, fyrrum Islandsmeistari með Val í handbolta og leikmaður meistaraflokks Vals í fótbolta um 11 ára skeið. Jón lék oftast í stöðu vinstri bakvarðar og á um 100 leiki að baki í meist- araflokki. Hann dró sig í hlé árið 1955 en ári síðar varð Valur íslandsmeistari. Sævar er fæddur 22. júlí 1958 en hví skyldi hann ekki hafa gengið til liðs við Breiðablik? „Það var ákveðinn mórall í Breiðablik sem var svo ríkjandi þegar ég var að byrja í boltan- um að mér leist aldrei á blikuna og því síður á Blikana. Auðvitað hafði það mikil áhrif á val mitt að fara í Val að pabbi er Valsari. Ann- ars vill það svo skemmtilega til að í íslands- meistaraliði Vals í 5. flokki árið 1970 voru í það minnsta fimm strákar úr Kópavogi. Auk mín voru það Guðmundur Ásgeirsson, Al- bert Guðmundsson, Jón Einarsson og Hilm- ar Hilmarsson. Sá síðastnefndi var einstak- lega efnilegur en náði því miður aldrei að fylgja því eftir þegar ofar dró. Honum var mjög svipað til Harðar Hilmarsson og átti því framtíðina fyrir sér.” Sævar rifjar upp sín fyrstu skref í fótbolt- anum og hugurinn leitar til Fífuhvammsvall- arins í Kópavogi. „Þegar ég var polli lék ég mér alltaf á Fifuhvammsvellinum. Ég var mikið með Óla Björns. og Gumma Ásgeirs. á mínum yngri árum og við stukkum alltaf yfir skítalækinn og lékum okkur við eldri stráka í fyrrnefndum velli. Þegar ég lít til baka held ég að ég hafi haft mjög gott af því að leika mér í fótbolta með eldri strákum. Þeir stigu á mig ef ég var fyrir þeim og það herti mig ein- ungis upp. Ég varð að gjöra svo vel að svara í sömu mynd ef ég ætlaði mér að njóta virð- ingar.” Fyrsti leikur Sævars með Val er honum ákaflega eftirminnilegur því hann skoraði tvö mörk gegn Fram með C-liði Vals. „Ég byrjaði auðvitað í „ruslinu” og lék sem „senter” í 5. flokki Vals 10 ára gamall. Við unnum leikinn 3:2 og var sérlega skemmtilegt að skora 2 mörk. Þessi mörk mín gerðu það að verkum að ég var settur beint í B-liðið og með því lék ég fyrsta sumarið mitt í Val. Róbert Jónsson þjálfaði flokkinn og lét hann okkur spila 3-5-2 þegar öll önnur lið léku 4-2-4. Hann var gagnrýndur fyrir þessa uppstillingu en árang- urinn var góður. Við urðum íslandsmeistarar síðasta árið mitt í 5. flokki og þá lék ég ýmist sem miðjumaður eða varnarmaður í A-lið- inu. Úrslitaleikjunum í þessum flokki gleymi ég aldrei. Við vorum búnir að vinna ÍBK 3:1 og IBV vann Reyni Sandgerði 10:0. Staðan var þannig að ef við mundum vinna Reyni værum við komnir alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn fór fram í Sandgerði og lyktaði honum með jafntefli, 2:2. Ég hef aldrei upplifað annað eins rugl. Dómarinn var úr Sandgerði og sömuleiðs línuverðirnir. Annar línuvörður- inn var með hund í bandi allan leikinn og hefði mátt ætla að hann hafi verið blindur. Reyndar voru þeir þrír annað hvort allir blindir eða þá að þeir sáu ofsjónir. Dómarinn dæmdi t.d. rangstöðu á Albert þótt hann sól- aði sig sjálfur í gegn og skoraði. Við fórum allir hálf-grátandi með rútunni til Reykjavík- ur en Carl nokkur Carlsson, ákafur stuðn- ingsmaður Vals, stappaði í okkur stálinu. Við þurftum að leika aukaleik um sigur í riðlinum gegn IBV úti í Eyjum og þann leik unnum við 3:1. í úrslitaleiknum sjálfum unnum við svo Þrótt 3:1.” Sævar og félagar urðu svo Islandsmeistarar í 4.- 3,- og 2. flokki og sagðist Sævar aldrei hafa verið öruggur í lið nema á seinna árinu með flokkunum. Árangur Sævars í dag sýnir að þótt strákar séu ekki stjörnur í yngri flokkunum á aldrei að gefast upp þótt á móti blási því þeir sem leggja sig ávallt fram ná settu marki. „Úrslitaleikurinn á haustmótinu með 2. flokki er mér líka minnisstæður því við vor- um taplausir eftir sumarið. í úrslitaleiknum gegn Þrótti var kallað á alla stóru, flínku strákana sem voru enn með aldur til að leika í 2. flokki en léku með meistaraflokki um sumarið. Loksins þegar þeir léku með okkur Sævar Jónsson 12 ára — lcikmaöur 5. flokks. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.