Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 25

Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 25
bikun og frágang bílastæða að Hlíðarenda. Valur ber allan kostnað vegna þessara fram- kvæmda, sem nú er að mestu lokið, en Reykjavíkurborg fjármagnar þær og í samn- ingnum er ráðgert að Valur fái styrki til þess að greiða þennan kostnað. í samningnum eru ýmis ákvæði um að borgin kosti frágang við Bústaðaveg, flutning trjáplantna innan Hlíð- arenda auk fleiri atriða sem félagið telur sér hag að. ÍÞRÓTTA- OG VALLARHÚS. Nú í haust var gólfið í gamla íþróttasalnum endurnýjað. Dúkur sem lagður var yfir hið upphaflega gólf salarins var ónýtur og úr- bætur nauðsynlegar. Lagt var nýtt parket. Framkvæmdin tókst mjög vel, og er það ekki síst þakkað því hversu vel var vandað til verka við byggingu hússins í upphafi. Framkvæmdum hefur verið haldið áfram við vallarhúsið nýja eftir því sem aðstæður hafa leyft. Bað- og búningsaðstöðu hefur ver- ið komið upp í kjallara hússins og um þessar mundir er verið að ljúka framkvæmdum við eldhús og félagsaðstöðu á annarri hæð. Gengið var frá nýju dælukerfi fyrir safn- vatn sem myndast í grunni hússins. Viðgerðum á þaki nýja íþróttahússins er lokið, en þaðláundirskemmdum vegnaleka. FJÁRMÁL. Eins og áður var vikið að hefur mestur tími stjórnarinnar farið í fjármálin. Væntingar manna um greiðslur lögboðinna og sam- þykktra styrkja ríkisins og Reykjavíkurborg- ar hafa ekki gengið eftir. Ófullnægjandi fyr- irgreiðsla af hálfu ríkis ogborgar olli því að fjárhagsstaða félagsins þyngdist mjög eftir því sem leiðá starfsárið 1988. Byggingafram- Rcykjavíkurmeistarar 3. flokks kvenna. Stelpurnar sigruðu í sínum riðli kcppninnar á íslandsmótinu. borg til Vals vegna óuppgerðra byggingar- styrkja. Með þessu láni frá Reykjavíkurborg tókst að koma vanskilaskuldum vegna fram- kvæmda í skil og er nú lokið við endurskipu- lagningu framkvæmdaskulda. Samkvæmt ársreikningi Vals fyrir árið 1988 varð hagnaður á rekstri félagsins og var eigið fé þess í árslok 167,9 milljónir króna. SUMARBÚÐIR í BORG. Vorið 1988 var tekin upp sú nýbreytni að halda íþróttanámskeið fyrir börn undir nafn- eftir aldri og kennsla miðuð við getu hvers hóps. Kennd eru undirstöðuatriði í hand- bolta, fótbolta og körfubolta auk annarra íþrótta og leikja. Börnin fóru reglulega í sund og út á báta á Skerjafirði. Hver hópur fór einnig dagsferð í skíðaskála Vals. Sumarbúð- ir í borg voru starfræktar með óbreyttum hætti sumarið 1989. Torfi Magnússon hefur veitt sumarbúðun- um forstöðu tvö undanfarin sumur. Félagið væntir þess að geta haldið þessu starfi áfram á komandi árum. Reykjavíkurmcistarar 5. flokks í fótbolta 1989. kvæmdir voru að umtalsverðu leyti fjár- magnaðar með skammtímalánum og skammtímalán gerð upp með nýjum skamm- tímalánum. Vorið 1989 samþykkti borgarráð Reykjavíkur að veita félaginu lán að fjárhæð kr. 20.000.000. Lánið er til 10 ára, verðtryggt og ber fasta 3% vexti. Afborganir lánsins munu tengjast greiðslum frá Reykjavíkur- inu „Sumarbúðir í borg“. Sumarbúðirnar vom starfræktar í tvo og hálfan mánuð, en haldin voru fimm hálfs mánaðar námskeið. Þátttakendur vom um 700. Leiðbeinendur á hverju námskeiði voru 10-12, mest allt íþróttakennarar eða íþrótta- kennaranemar. Þátttakendur fengu heita máltíð í hádegi. Börnunum er skipt í hópa ÝMISLEGT. Árshátíð félagsins 1988 var haldin 11. maí. Hefðbundið afmæliskaffi að Hlíðarenda féll niður. í þess stað var efnt til árshátíðar undir stjóm Baldvins Jónssonar. Árshátíðargestir hittust að Hlíðarenda og fóru þaðan í áætl- unarbíl á veislustað. Árshátíðin tókst mjög vel og aðsókn var góð. 11. maí 1989 var þess minnst að 50 ár voru liðin frá því Valur festi kaup á Hlíðarenda. Efnt var til afmælisveislu í hinu nýja vallar- húsi félagsins. Kom þar margt góðra gesta. Jafet Ólafsson, varaformaður, rakti sögu Hlíðarendakaupanna, Jón Gunnar Zöega, formaður Vals og Davíð Oddsson, borgar- stjóri, fluttu ávörp. Herrakvöld Vals 1988 var haldið í Viðey í október. Tókst hátíðin mjög vel. Herrakvöld Vals 1989 var haldið í nýja vall- arhúsinu að Hlíðarenda snemma í nóvember. Skemmtunin var vel sótt og söfnuðust á henni peningar, sem nýttir hafa verið til þess að koma upp þeirri félagsaðstöðu í nýja vallar- húsinu sem verið er að taka í notkun um þess- ar mundir. Grímur Sæmundsen hefur með dyggri að- stoð þeirra Guðmundar Þorbjörnssonar, Stefáns Gunnarssonar og Jafets Ólafssonar haft veg og vanda af þessum herrakvöldum. Valsblaðið 1988,40. tölublað, kom út í des- embermánuði. Umsjón með útgáfu blaðsins að þessu sinni höfðu körfuknattleiksdeild og handknattleiksdeild. Ritstjóri var Þorgrímur Þráinsson. 25

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.