Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 63

Valsblaðið - 01.05.1989, Qupperneq 63
ÞÓRIR AÐAL- STEINSSON Leikmaður 5. flokks í fótbolta Þórir hóf að æfa knattspyrnu með 7. flokki í Val þegar hann var 6 ára. Hann fór í Val af þvi hann hélt með Val og ástæða þess er sú að Hörður Hilmarsson, fyrrum leikmaður meistataflokks, er frændi hans. „Mér þykir mjög gaman í fótbolta en einu sinni var ég markmaður í handbolta. Þegar ég handleggs- brotnaði hætti ég alveg í handbolta. í fótbolt- anum hef ég spilað á hægri kantinum, á miðj- unni og í framlínunni. Mér iínnst eiginlega skemmtilegast að vera fremstur.” Þórir, sem er 11 ára, varð Reykjavíkur- meistari með 5. flokki og skoraði nokkur mörk síðastliðið sumar. Hann æfir 1 sinni í viku í vetur en vill auðvitað æfa miklu oftar. „Þegar ég er ekki í fótbolta æfi ég körfubolta með IR” En hvert skyldi Þórir stefna sem knatt- spyrnumaður? „Auðvitað er það draumurinn að komast í atvinnumennsku. Uppáhaldslið- ið mitt er AC. Milan og sá sem er bestur þar er Frank Rijkaard!’ Auk þess að iðka knattspyrnu og körfu- bolta æfir Þórir borðtennis í skólanum en hann segist ekki var búinn að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. FYRSTIFORMAÐUR ÍSLANDSMEIST- VALS ARAR 1930 Loftur Guðmundsson, hinn konung- legi hirðljósmyndari, var fyrsti formað- ur Vals. Hann lék í fyrsta liðinu sem Val- ur tefldi fram og þótti óvenju lipur með knöttinn. Loftur segir svo frá í 25 ára af- mælisriti Vals: „Ég kom því þannig fyrir að strákarnir létu mig ávallt fá boltann því þeim þótti ég góður að „plata” sem þá var kallað. Þegar mér tókst að leika með boltann fram og aftur fram hjá strákunum leyndi sér ekki ánægja áhorf- enda, þótt æfing væri. Var oft hrópað húrra. Það verkaði auðvitað hvetjandi á mig, sem hellt væri bensíni á eld og tók ég upp á einu bragði sem dugði lengi vel. Ég fékk strákana oft til að detta án þess þó að mér væri kennt um þaði Ég lét mótspilarana sparka í skósólann minn í stað boltans. Þegar mótspilarinn spark- aði setti ég fótinn fram fyrir. Fyrir þetta bragð fékk ég þau laun, að ég fékk iðu- lega sparkið í ökklann í stað sólans. Þetta endaði með því að ég varð að lok- um að láta meitla skemmdina úr ökkla- hnútunni og þar með var ég búinn að vera sem knattspyrnumaður. Að endingu skal ég segja frá þeirri nið- urlægingu sem ég varð fyrir og eftir það fann ég að enginn leit upp til mín, sem mér fannst þó sjálfum að gert hafði ver- ið. Á íþróttavellinum hér um bil 3 árum eftir að ég lét gera við fótinn á mér var kappleikur milli Vals og Fram. Ég var einn á meðal áhorfenda. Mér fannst Valsmenn standa sig heldur illa og var ekki laust við að ég óskaði þess að vera kominn inn á völlinn svo ég gæti sýnt að hér væri maður sem væri ekki hræddur við Arreboe Clausen, sem var í Fram. Því þegar Clausen fékk boltann var eins og skotið væri úr fallbyssu. Clausen-spörk- in voru þau kölluð. Einhver tilviljun var það að einn maður úr liði Vals varð að hætta í miðjum leik. Þar sem enginn varamaður var til staðar brá ég mér úr jakkanum og var á svipstundu kominn inn á völl — og á svipstundu borinn útaf aftur. Svo vildi til að í þeim svifum, sem ég kom inn á völlinn, var Clausen að fá boltann. Þar sem mér fannst það nú ákaflega hentugt, eftir þriggja ára hvíld, að komast þarna í kapplið og geta sýnt hvað Loftur gæti, henti ég mér sem kött- ur á mús á Clausen en varð of seinn. Hann hafði hleypt af. Ég henti mér því fram til að skalla boltann en við það steinlá ég. Það rigndi mikið og var bolt- inn rennblautur og þungur. Höggið var það mikið er boltinn kom beint í andlitið á mér að ég hálf-snérist við í loftinu og kom niður á höfuð og herðar. Og þar með endaði mesta montið. Nítján árum eftir að Valur var stofnað vannst íslandsmótið í meistaraflokki (sem hét reyndar 1. flokkur á þessum ár- um). Valur sigraði KR í úrslitaleik 2:1 í jöfnum og spennandi leik. Hin liðin sem tóku þátt í mótinu vann Valur þannig: Fram 8:0, Víking 5:0 og Vestmannaeyjar 3:1. Með þessum sigri rættist draumur margra, rúmum 19 árum eftir að félagið var stofnað. Frábœr eldavél! HL66120 5 ólikar hitunaraðferðir: venjuleg hitun, hitun með blæstri, glóðar- steiking m. blæstri, venjuleg glóðarsteiking og sjálfvirk steiking. Keramflchelluborð. Rafeindaklukka. s\® >\*— -t: e'"- I \riQ° oQ t|^ SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.