Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 65

Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 65
„OKKUR FINNST VIÐ MJÖG SKEMMTILEGAR“ Ragnheiður Vík- ingsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í knatt- spymu, Valsmaður ársins 1989 og ís- landsmeistari i „squash” Texti: Þorgrímur Þráinsson Ragnheiöur hampar sigurlaununum eftir sigur Vals á ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar áriö 1988. íslandsmeistaratigninni 1989 fagnað með stíl! „Það má segja að ég hafi verið í mömmu- leik og dúkkulísuleik alveg til 12 ára aldurs. Ég hafði ekki nokkurn áhuga á íþróttum fyrr en Magnús Jónatansson, best þekktur sem knattspyrnuþjálfari, dreif okkur út í fótbolta þegar hann nenndi ekki að kenna. Ég var þá í 12 ára bekk í Hvassaleitisskóla. Hann lét stráka spila á móti stelpum og var svo alltaf með okkur í liði. Það er því Magnúsi að þakka að ég fékk áhuga á fótbolta. Ég hafði ekki einu sinni áhuga á að fara út í viðstöðu- lausan áður. Maggi sagði okkur líka nokkrar grobbsögur af sjálfum sér, hvernig hann sól- aði andstaeðinga sína þegar hann lék með landsliðinu. Seinna komst ég auðvitað að því að hann lék aldrei með landsliðinu. En það skipti ekki öllu máli.” Ragnheiður Víkingsdóttir, heitir valkyrjan sem segir svo frá en hún hefur leikið knatt- spyrnu með meistaraflokki Vals frá því 1977. Hún á 13 ár með meistaraflokki að baki en er samt ekki nema 27 ára gömul. Hún átti af- mæli 10. desember síðastliðinn. Ragga, eins oghún er jafnan kölluð, hefur lengstum verið fyrirliði meistaraflokks og verið ein aðaldrif- fjöðurinn í hinum eldfjöruga og einstaklega hressa kvennaflokki sem hefur verið svo sig- ursæll í gegnum tíðina. Hún hefur fjórum sinnum orðið íslandsmeistari með Val — 1978, ’86, ’88 og ’89 og bikarmeistari fimm ár í röð, frá 1984-88. Ragnheiður á um 240 leiki að baki með Val, hefur nokkrum sinnum ver- ið valinn leikmaður ársins í meistaraflokki og í ár var hún valin „Valsmaður ársins”, sem er mikil viðurkenning. Ragnheiður lék fyrsta kvennalandsleik ís- lands í knattspyrnu árið 1981 í Skotlandi og var fastamaður í liðinu þegar það var og hét. Að endingu má geta þess að hún er íslands- meistari í „squash” og er nýkomin heim úr keppnisferð frá Kýpur en þar tók landsliðið í squash þátt í smáþjóðaleikum. Ragnheiður er sjúkraþjálfari að mennt og vinnur í endurhæfingarstöð Kolbrúnar við Engjateig. Foreldrar hennar heita Víkingur H. Arnórsson og Stefanía Gísladóttir. Sam- býlismaður hennar er knattspyrnumaðurinn góðkunni úr Fylki, Anton Jakobsson — þess má geta að þau búa í KR-hverfinu. „Það má eiginlega segja að það hafi verið tilviljun að ég fór í Val,” segir Ragnheiður. „Ég hef alltaf búið í Fram-hverfinu en þar sem engar upplýsingar var að fá um kvenna- knattspyrnu í félaginu, þegar mig langaði til að byrja að æfa, fletti ég bara upp í síma- skránni til þess að leita að einhverju knatt- spyrnufélagi. Um það leyti frétti ég að nýbúið væri að stofna kvennadeild í Val og þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu þar haustið 1976 voru stelpurnar aðeins búnar að æfa í 2 mán- uði. Nokkrar handboltastelpur í Val byrjuðu að æfa undir stjórn Hermanns Gunnarsson en eftir áramót tóku Albert Guðmundsson og Youri llitchev, þjálfari meistaraflokks karla, 65

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.