Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 70

Valsblaðið - 01.05.1989, Síða 70
íslandsmeistarar 2. flokks 1989. Steinar Adolfs- son, fyrirliði, tekur við bikarnum af Gylfa Þórð- arsyni, stjómarmanni KSÍ. Valsmenn voru vel að titlinum komnir. Ögmundur Viðar Rúnarsson, markvörður 5. flokks Vals, stendur i ströngu í leik gegn KR sem tapaðist illa. VALSMAÐUR ÁRSINS 1989 Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrirliði meist- araflokks Vals i knattspyrnu var valinn „Vals- maður ársins 1989” og er hún vel að viður- kenningunni komin. Ragnheiður hefur verið þátttandi í meistaraliði Vals alveg frá því fé- lagið hóf þátttöku í kvennaknattspyrnu. Ragnheiður er margfaldur íslands- og bikar- meistari og hefur verið í fararbroddi sigur- sæls liðs í rúman áratug. Það eru leikmenn, sem léku undir stjórn Youri Ilitshev, sem standa að valinu og gefa bikarinn sem kallast vitanlega „Youra-bikarinn”. Þetta er í annað sinn sem bikarinn er veittur. Sá leikmaður, forystumaður, þjálfari eða annar sem hefur verið framúrskarandi í leik eða starfi og stuðlað að jákvæðri framþróun innan Vals til lengri eða skemmri tíma — í anda dr. Youri Ilitchev, hlýtur bikarinn. Alls voru þrír einstaklingar tilnefndir í kjöri á Valsmanni ársins en auk Ragnheiðar voru það: Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu og Eggert Magnússon, fráfarandi formaður knatt- spyrnudeildar. Þeir voru sömuleiðis báðir til- nefndir í fyrra. EGGERT MAGNÚSSON, FORMAÐUR KSÍ Á dögunum lét Eggert Magnússon af for- mennsku í knattspyrnudeild Vals því hann var kjörinn formaður Knattspyrnusambands ís- lands — KSÍ — á síðasta ársþingi sambands- ins. Eggert hefur gegnt formennsku í knatt- spyrnudeild Vals frá árinu 1984 og unnið þar frábært starf. Þótt Eggert sé horfinn til ann- arra starfa, er hann ekki langt undan og mun ávallt vera hægt að treysta á hann í einu og öllu. Eggerti er óskað velfarnaðar í nýju starfi en hann hefur sannarlega metnaðinn og kraftinn til þessað rífa KSÍ til vegs og virðing- ar. VALSBLAÐIÐ þakkar Eggert gott sam- starf á undanförnum árum og óskar honum allra heilla. VALSMENN Munið eftir árshátíð Vals 3. mars 1990. lakið frá kvöldið. Nánari upplýsingar síðar. Eggert Magnússon. 70

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.