Kyndill - 10.10.1942, Qupperneq 1

Kyndill - 10.10.1942, Qupperneq 1
KYNDILL 2. tbl. Laugardaginn 10. okt. 1942. I. árg. „Flokkur allra stétta“. ÚrræOnleysI hans og svlk viO alþýOuna i húsnæOis- IHALDSFLOKKURINN, sem nú skreytir sig með nafni sjálfstæðis, hefir tekið upp á því að kalla sig „flokk allra stétta“. f>að má nú ekki minna vera. En það væri ekki úr vegi að taka til athugunar, hvernig honum ferst að bera þetta nafn. Skal hér aðeins tekið fyrir eitt at- riði af mörgum er sýna glögg- lega, hvaða stétt það er, sem hann ber fyrir brjósti. Það, sem hér verður minnzt lítillega á, eru húsnæðismálin í Reykjavík. „Sjálfstæðis“-flokk- uxinn heiir nú haft völdin hér í bæ um margra ára skeið, það er, hann hefir haft meiri hluta kos- inna bæjarfulltrúa og hefir því getað komið fram þeim málum, sem hann hefir talið heppileg fyrir umbjóðendur sína og felt þau, sem hann hefir talið þeim bagaleg. 'Þessa aðstöðu sína hefir hann líka notað sér. En hverjar hafa afleiðingarnar orðið fyrir al- þýðu manna? Vegna úrræða- leysis þeirra, í húsnæðismálun- um eru nú fleiri hundruð fjöl- skyldur á götunni og hafa ekki þak yfir höfuðið né minnstu von um skýli á vetri komandi, sem talizt geti íbúðarhæft.Heil- ar fjölskyldur hafa orðið að haf- ast við í tjöldum í sumar. Þeir, sem fengið hafa að hafast við í hálfbyggðum húsum, geymslu- kompum og Breta-bröggum. þykjast sælir að þurfa ekki að halast við undir berum himni. Meðal þessa fólks, sem þann- ig er búið að af hálfu bæjaryfir valdanna, eru börn og ungling- ar. Geta menn gert sér í hugar- Tund, hver áhrif sl.ík aðbúð hlýt- ur að hafa á andlegan og likam- legan þroska þeirra. Með þessu háttalagi er markvisst stefnt að því að spilla fyrir velferð upp- vaxandi kynslóðar. En hver er svo ástæðan til þessa ástands í húsnæðismálun- um? Hið venjulega svar er, að byggingarframkvæmdir í bæn- um standi ekki í hlutfalli við í- búaaukninguna. 'En gætum að. Hér býr fjöldi auðugra manna í höllum, sem jafnvel telja til muna fleiri herbergi en íbúa í húsinu, og jafnvel virðast dæmi þess, að heilar hæðir standi auðar, að því er sagt er vegna þess, að húseigandinn heldur þeim svo dýrum, að enginn vill kaupa né leigja. Ráðið til þess að veita hús- villtu fólki skýli yfir höfuðið, sem samboðið sé mönnum, er því, úr því sem komið er, að taka hluta af íbúðum óhófs- mannanna og ráðstafa þeim til handa því fólki, sem á götunni er. i Og nú kemur „flokkur allra stétta“ við sögu: Ráðherra hans gefur út bráðabirgðalög, sem eiga nú heldur en ekki að bæta úr vandræðunum, og nú á víst að gera öllum jafnt undir höfði! Og sjá! Andi þeirra laga segir við hið húsvillta alþýðufólk: Hvílíkar unaðssemdir eru yður færðar. Þér fáið sumarbústaði auðmannanna og Korpúlfsstaða- fjósið til íbúðar! Þetta eru fram- kvæmdir „flokks allra stétta“, þegar um það er að ræða að greiöa úr einu alvarlegasta máli alþýðu þessa bæjar. Broddborg- ararnir eiga að fá að leika laus- um hala í höllum sínum, byggð- um úr dýrmætu byggingarefni, sem hýst gætu margfalt fleira fólk en það gerir með þessu háttalagi. Árum saman hefir Alþýðu- flokkurinn haldið uppi þrot- lausri baráttu fyrir því, að bær- inn bygði íbúðarhús til úrbóta húsnæðisþörfinni í bænum. En íhaldinu fannst heppilegra að láta einstaklingsframtakið um framkvæmdir. En þegar búið er að sigla skútunni í strand, þá rauk bæjarstjórnarmeirihlutinn í að smíða björgunabátinn, sem að vísu rúmaði ekki nema lítinn hluta þeirra, sem bjarga þurfti, bráðabirgðahús úr timbri, því sementið hefir liklega verið búið að nota í lúxusvillur of- gróðamannanna. Og loks þegar útlitið er orðið vonlaust, þá þorir íhaldið ekki annað en að samþykkja bygg- ingu íbúðarhúsa bæjarins, þó að það reyndi í lengstu lög að bjóða upp á teikningamar ein- tómar. Þær framkvæmdir í bygging- armálum, sem affarasælastar hafa orðið fyrir alþýðu manna í kaupstöðum, eru byggingar verkamannabústaða. En hver var þáttur „flokks allra stétta“ í því máli? Þegar Alþýðuflokk- urinn fyrstur allra vakti máls á nauðsyn slíkra framkvæmda, börðust íhaldsmenn með oddi og egg gegn því, að frumvarp Al- þýðuflokksins gæti orðið að lög- Frh. á 4. síðu. Ragnar Jóhaimessow, maqister, Æskumaðurlnn við kprborðið. OEÐLILEGT er það ekki, að þau séu sum dálítið hik- andi í spori, unga stúlkan og ungi maðurinn, sem ganga nú í fyrsta skipti að kjörborðinu. Alltaf, og eigi hvað sízt nú, er fjölda margt, sem truflat æsku- lýðinn við umhugsun þjóðfé- lagsmálanna. Stríðið og það sem því fylgir hefir fært margt úr fyrri skorðum, skapað glund roða víða, svo að erfitt verður óvönr|m ,að fá yfirsýn yfir á- standið. Nýjar gróðavonir og nýjar leiðir birtast unga fólk- inu, meira og minna óvissar og hæpnar, þótt glæsilegar virðist í fyrstu. Og nógu margir eru þeir, sem verða til þess að bregða unga manninum á ein- tal og bjóða honum leiðsögu, og þær bendingar eru líka að meira og minna leyti hæpnar og ósannar. Boðberar eins flokksins. hvísla í eyra honum: „Hjá okkur er þér bezt borgið, því að þar njóta kraftar þínir sín bezt, vegna þess að við vilj- um halda uppi einstaklings- framtakinu. Sjá, allur þessi gróði, öll þessi völd getur þú öðlazt, ef þú býrð við hið frjálsa borgaralega þjóðskipu- lag, sem leggur engin höft á einstaklingsframtakið. Stétta- mismunur er blekking óþjóð- legra flokka. Flokkur okkar er bandaríki allra stétta“. Þessi orð láta ekki illa í eyr- um. En þeir, sem þessu hvísla að unga manninum, gleyma því, af ásettu ráði, að segja hon- um, að einstaklingsfrelsi íhalds ins, er frelsi harðsvíraðrar yfir- stéttar klíku til þess að halda hag alþýðunnar niðri, sitja á rétti hins snauða fjölda. Auð- urinn, sem þeir bregða upp fyr- ir hinum unga alþýðumanni verður aldrei hans eign. Hann er einakauður samvizkusljórra braskara og auðjarla, sem hafa I^yggt sér hann með séréttind- um auðvaldsskipulagsins. Þau ! sérréttindi munu þeir verja með ofurþunga þess valds, sem auðurinn veitir. Höftin, sem í- haldið segir, að jafnaðarmenn vilji á leggja á einstaklinginn, eru þau höft, sem heill heild- arinnar krefst, að lögð séu á einstaka fjárplógsmenn, svo að þeir svæli ekki undir sig auð-' lindir landanna, sem allir eiga sameiginlega og verða að lifa af. íhaldið, sem hér á íslandi kallar sig Sjálfstæðisflokk, er því fámenn og voldug sérrétt- indastétt. Sá óréttur, $em orsak Frh. á 4. síðu.

x

Kyndill

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.