Kyndill - 10.10.1942, Blaðsíða 4

Kyndill - 10.10.1942, Blaðsíða 4
4 KYNDILL hylltust byltingapólitík rúss- neska kommúnistaflokksins klufu sig nú út úr og kölluðu saman nýja alþjóðaráðstefnu, til þess að ganga frá stofnun 3. alþjóðasambandsins, al- þjóðasambands kommúnista, Komintern. Sú ráðstefna, sem átti að undirbúa stofnun þessa alþjóðasambands kom saman í Moskva 2. marz árið 1919, réttum mánuði eftir að Bernarráðstefnan hófst. í á- varpi Moskvaráðstefnunnar til verkalýðs allra landa var gerð grein fyrir stefnu hins nýja félagsskapar. Þar var sagt, að heimsstyrjöldin væri nú hvar- vetna að breytast í borgara- styrjaldir. Eina leiðin út úr öng þveitinu væri sú, að verkalýð- urinn tæki völdin og þjóðnýtti atvinnuvegina. Þessvegna yrði verkalýðurinn nú að láta til skarar skríða, afvopna burgeisa stéttina, stofna verkamanna og hermannaráð og koma á fót al- ræði öreiganna. Ávarpið réðist hatrammlega á þá sósíalista, sem á sínum tíma ekki börðust gegn stríði, og sömuleiðis á þá, sem ekki vildu ganga eins langt og þeir, og skoruðu á verka- lýðinn að fylkja sér um þá eina, sem væru í alþjóðasam- bandi kommúnista. Þegar hér var komið, voru deilurnar, sem á sínum tíma höfðu stað- ið innan 2. alþjóðasambandsins milli byltingamanna og umbóta manna loks endaðar með því að kljúfa ýerkalýðshreyfing- una í tvær andstæðar heildir. Með allmiklum rétti má saka þá, sem stóðu að alþjóðasam- bandi kommúnista um, hvern- ig nú var komið. Þeir réðust með ofstæki að hinum hægfara öflum innan verkalýðssamtak- anna, og komu þannig fyrir- fram í veg fyrir samkomulag. Að vísu er mjög hæpið að sam- komulag hefði náðst þótt reynt hefði verið. Bæði þingin tóku til starfa um líkt leyti. Það þingið, sem boðað var ti'l af ráðstefnunni í Bem, hófst í Genf 31. júlí 1920, en annað þing Komintern var haldið- um ííkt leyti í ég undirrit.....ósku hér með «ð gerast áskrifandi að fýyndli. Nafn ..... ItelntU..... Tjl Kyndils, Moskva. Þingið í Moskva studdist við hreyfingu, sem var í miklum uppgangi, þrung- íð sigurvissu og trú á framtíð- ina. Þingið í Genf studdist hins vegar við samtök, sem höfðu goldið mikið afhroð í styrjöldinni. í sigurvissu sinni lýsti þingið í Moskva því yfir, að úrslitastundin væri komin, hersveitir rauða hersins nálg- uðust Varsjá og þaðan átti að halda til Berlínar. Þinginu virtist vera aðalatriði að gera sem skarpastan greinarmun á Komintern og öðru alþjóða- sambandinu í Genf, vildi tryggja það, að hér væri um reglulega byltingarhreyfingu að rcéða. í þessum tilgangi voru samþykkt 21 skilyrði, sem allir flokkar urðu að gangast undir, ef þeir óskuðu upptöku í sambandið. Þessi skilyrði voru gerð eins ströng og kostur var á, því þau áttu ekki aðeins að tryggja, að sagt væri fyrir fullt og allt skilið við annað alþjóðasambandið og stefnu þess, heldur líka, að útiloka hina gætnari vinstri menn til að hafa áhrif á stefnu Komintern. Meira. ÆSKULÝÐURINN VIÐ KJÖRBORÐIÐ. Framhald 1. síðu-. ast af þeir séréttindum, verður ekki afnuminn með öðru en því en að hinar fjölmennu en snauðu alþýðustéttir beiti sér sameinaðar að því að afnema hann. Allt blaðrið um ,,banda- ríki allra stétta“ og skaðsemi stéttabaráttunnar, er því aug- ljós staðleysa, þegar betur er að gáð. Hinsvegar er stéttlaust þjóðfélag von og þrá allrar al- þýðu og allra frelsisunnenda. En auðvaldsþj óðfélagið verðu r aldrei stéttlaust. Stéttlaust þjóð félag getur aðeins þjóðfélag jafnaðarstefnunnar orðið. Þar verður ,,einstaklingsframtak“ auðvalds- og íhalds- afnumið með öllu. Þar mun einstaklings frelsið birtast í því, að einstakl- ingurinn fær að lifa .frjálsu menningarlífi, sem byggist á rétti hans til síns skerfs af auð- lindum jarðarinnar. En þau höft verða lögð á hann, að hon- um verður gert ómögulegt að bægja öðrum einstaklingum frá þeim rétti. Við ungir jafnaðarmenn, trú- um því og vitum það, að við þessi skilyrði einungis getur framtíð menningarinnar og vel- ferð mannanna orðið trygg. Sfmi3599 EFNALAUGIN GLÆSIR Kemisk f&tahrefiosnn og litun. flafiiastræti 5, Reykjavík. Síini 3599. Seot urn iand alit gíeffo póstkröfu. s s s V V s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s „FLOKKUR A'LLRA STÉTTA“ Framhald 1. síðu. um, af því, að íhaldið taldi ástæðu til að ætla, að þá myndi fækka þeim, sem vildu leigja í kjallaraholum húsabraskaranna. Og berum nú saman. Alþýðu- flo'kkurinn knúði frarn byggingu verkamannabústaðanna, þar sem eru rúmgóðar, sólríkar og heilnæmar íbúðir, og þar sem kostnaður var við hæfi almenn- ings. En íhaldið, það bauð kjall arakompur, meðan þær entust, en síðan skyldi alþýðufólk bæj- arins flytja í sumarbústaði und- ir veturinn, þegar eigendurnir væru aftur fluttir í óhófsíbúðir sínar og hættir að nota þá. Und- ir stjórn íhaldsins hefir fólk orðið að.hýrast í geymslukomp- um, Breta-bröggum, hálfbyggð- um húsum, tjöldum og öðrum skýlum, sem ekki eru mönnum bjóðandi, að dómi annarra en meðlimanna í sérhagsmunaklíku íhaldsins Alþýðufólk í Reykjavík! Er nú ekki nógu langt komið á o stjórnar og ofbeldisbraut íhalds- ins? Getur- nokkur ungur al- þýðumaður eða kona óskað eftir því, að þessir menn fari lengur með umboð meirihluta bæjar- búa á þingi. Nú er mál til kom ið, að þessum herrum verði vik- ið af löggjafarþingi þjóðarinnar. Veitið Alþýðuflokknum stuðn- ing ykkar við kosningaraar 18. október næstkomandi. Hér hefir aðeins verið tekið eitt atriði af mörgum, sem sýnir viljaleysi og vanmátt íhaldsins til þess að vinna fyrir alþýðu þessa bæjar. En afleiðingamar hafa ekki enn orðið jafn alvar- -legar á öðrum sviðum og í þessu mikilsverða máli, en það stefnir markvisst og öruggt til glötunar ef íhaldsöflin hafa framvegis þau ítök í stjórn opinberra mála, sem þau hafa haft til þessa. Þess vegna skal kjörorð al- þýðuæskunnar vera: Burt með íhaldið! Styðjið Alþýðuflokk- inn! Hann hefir sýnt það* að hann hefir einn allra flokka vilja og getu til þess að vinna farsællega fyrir alþýðu manna.

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.