Kyndill - 15.11.1942, Blaðsíða 1

Kyndill - 15.11.1942, Blaðsíða 1
KYNDILL 3. tbL Fimmtudagur 15. nóv. 1942. I. árg. Ágúst H. Pétursson: iýst {ú signr Jafnaðarstefnunnar i Islandf Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Orð þessi munu sýna okkur fremur <*n margt annað, að sú bará**a> sem nú er að hefjast fyrir í hönd farandi kosningar, er baráttan um það, hvaða stefna skuli ráða í vandmálum þjóðarinnar á komandi -tímum. Engum dylst það lengur, að það ástand, sem skapazt hefir í at- vinnu- og fármálum þjóðfélags- ins, getur aldrei leitt til annars en hins stórkostlegasta hruns á komandi árum. Baráttan stend- ur því um það, hvort bjarga eigi þjóðinni frá hörmungum styrjaldar-afleiðinga, með á- kveðnum viturlegum lagaá- kvæðum, eða hvort sigla skuli í sama kjölfarið og áður undir _r»ðgjöf c*r.í?.sficróðfiv?,ldsins. !jn7 allt ber að feigðarósi. Þess gengur enginn dulinn, að hörmungar á fjármála- og atvinnusviði koma ávalt þyngst niður á lægst launuðu stéttun- um. Það þjóðskipulag, sem ís- lenzk alþýða á við að búa nú, getur aldrei skapað henni þá hlutdeild í stórgróða atvinnu- valdsins, sem henni ber, aðeins óréttlátan arð erfiðrar vinnu og dýrra fórna. Þann 18. og 19. þ. m. verður gengið til nýrra kosninga tíl alþingis. Menn munu spá mis- jöfnu um úrslit þeirra. En það er ekki undirstaða til raun- hæfra endurbóta á stórgölluðu þjóðskipulagi, hverju menn spá. Raunhæf þáttaka og starf ræð- ur mestu, hvort vandamálin verða leyst eða ekki. Enginn, sem virðir frelsi þjóðar og lands, getur verið hlutlaus á- horfandi og beðið átekta, hvern- ig fara muni, slíkt er neikvæður stuðningur. Síðastliðin 3 ár hafa verið styrjaldartímar. Það ástand, sem nú er ríkjandi, er afleiðing þeirra, Alþýðuflokk- tirinn hefir margsinnis bent á leiðina til að leysa úr þessum *nálum, bann bendir enn á leið- ir til úrfausnar, leiðir til að bjarga því við, sem skapazt hefir fyrir þröngsýnan og tak- markaðan hugsunarhátt núver- andi stjórnarflokks, og minni bróðurins Framsóknarflokks- ins. Hafa þessir flokkar borið hag þjóðarheildarinnar fyrir brjósti, flokkur bændanna og Avarp til íslenzkrar æsku. Þann 18. og 19. þessa márraðar eiga að fara fram kosningar til alþingis. Kosningabaráttan ec hafin og hún er hörð. Vandamálin bíða óleyst. Það ástand, sem nú ríkir í verðlags- og kaupgjaldsmálum, setur þjóð- ina í stórar hættur á komandi tímum. Húsnæðis-vand- ræðin í Reykjavík og aðgerðaleysi ríkis og bæjarstjórn- ar í þeim málum hefir skapað tugum og hundruðum manria stórköstleg vandræði í því að geta varið heim- ili sín frá alls konar neyðarástandi. Hvert vandamálið á fætur öðru varðandi andlega uppbyggingu íslenzkrar æsku er óleyst. Ráðandi flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, standa ráðþrota fyrir því að leysa úr þessum málum. Þeir finna heldur ekki köllun sína til þess, áhugamál þeirra er að slá sem stærstan skjöld um vald stríðsgróðans, og koma hon- um í hendur einstakra borgara. Félag ungra jafnaðar- manna heitir á alla æskumenn og konur að hef jast nú þegar handa og vinna sleitulaust að sigri Alþýðu- flokksins í hönd farandi kosningum. Með sigri hans fæst lausn þessarra vandamála og armarra þeirra ýmsu mála, sem bíða úrlausnar á komandi tímum. Alþýðuflokkurinn hefir margsinnis bent á leið- irnar til úrláusnar þessarra mála. Tillögur hans hafa ekki náð fram að ganga fyrir þröngsýnan hugsunar- hátt, aðgerðaleysi \)g ábyrgðarleysi hinna flokkanna. Hvert það atkvæði, sem Sjátfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hljóta í þessum kosningum, verður til stuðnings þess, að áframhaldandi ástand i verðlags- og kaupgjaldsmálum verður ríkjandi og leið- ir þjóðina út í stórkostleg vandræði á komandi tímum. Hvert atkvæði til kommúnista, hins málefnasnauða og ábyrgðarlausa flokks, verður atkvæði til stuðnings íhaldsflokkunum, og þar af leiðandi atkvæði á móti raunhæfurn endurbótum á stórgölluðu þjóðskipulagi. Stjóra F. U. J. „flokkur allra stétta"? Nei og crftur nei! Þessir flokkar hafa borið mest fyrir brjósti vald stríðs- gróðamannanna, stórútgerðar- innar og auðsöfnun einstakra borgara. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ávalt talað tveim tungum til kjósenda sinna. í bæjunum hefir hann verið skjöldur hinna vinnandi stétta og verzlunar- fólks, en í sveitunum róttækur aðili í endurbótum landbúnað- arins. Hann hefir látið fylgilið sitt í málfundafélaginu Óðni gera harðar samþykktir' yfir stórhækkuðu verði á landbún- aðarafurðum. Morgunbl. hefir svo birt þessar samþykktir með stóru letri, sem eins konar mót- mæliskennda gagnrýni af hálfu Sjálfstæðisflokksins sjálfs. fsa- fold og Vörður færa bændum aðra trúarjátningu, hina réttu mynd og raunhæfan sannleika, um að hið stórhækkandi verð á landbúnaðarafurðunv sé verk Sjálfstæðisfl. Þessir sömu flokk ar hafa ávalt verið reiðubúnir til að hefja hatramma gagnrýni á hendur Alþýðuflokknum fyr- ir hvert það réttlætismál, sem hann hefir flutt á þingi síðan hann fékk sinn fyrsta fulltrúa kjörinn þar. Menn minnast, hvernig tógaravökulögunum var tekið, menn minnast hvern- ig tryggingarmálunum var tek- ið, menn minnast hvernig lagzt var á mótl byggingu verka- mannabústaða, og menn minn- ast, hvernig reynt hefir verið að rægja þær atvinnufram- kvæmdir, sem Alþýðuflokkur- inn hefir komið á og stjórnað, eins og Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar, Samvinnufélag fsfirð- inga o. s. frv. En þrátt fyrir sterka andúð og fullan fjand- skap við Alþýðuflokkinn út af þessum málum, hefir það tekizt að koma þeim í framkvæmd í stærri eða smærri stíl, til stór- aukins sigurs alþýðunni í land inu. Þar hefir ekki raðið vilji Frh. á 4. scHSu.

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.