Kyndill - 15.11.1942, Blaðsíða 4

Kyndill - 15.11.1942, Blaðsíða 4
Dndirtektir ihaids- ins i JUþiBgi 1921, er AlDýðnflokkBrinn flutti framvarp sitt nm hvildar- tima háseta á íoourum (vðkulðgin) Jón Þorláksson sagði: „Ég mun . . . ekki sjá ástæðu til að greiða þessu frv. atkvæði til 2. umr.“ (En þegar mál faar ekki að ganga til 2. umr. og nefndar, þykir því sýnd 6érstök háðung.) Pétur Ottesen: „. .. mundi ... óhjákvæmilega draga úr aflabrögðum.“ „. .. alls ekki runnið und- an rifjum íslenzkra sjó- manna." „Þetta er erlend farsótt.“ „. .. fyrir áeggjan þeirra manna, sem vilja spila sig foringja sjómanna. . ..“ „Þeir nota þetta til að sýn- ast.“ „. .. ég berst hér fyrir góð- um og heilbrigðum málstað.“ Hákon Kristófersson: „Þetta er vandræðamál.“ Jón Audunn Jónsson: „Ekki hægt að framfylgja þessu ákvæði, þegar skipin eru við veiðar . . . fyrir Vest- urlandi.“ Jakob Möller (frv. hafði gengið í gegnum 6 umræður, án þess að hann tæki til máls. Þá laumast hann til við eina umræðu í neðri deild og ger- ir tilraun til þess að drepa frv. með rökstuddri dag- skrá): „Ég tel þetta mál ekki svo vel undirbúið, að rétt sé að afgreiða það nú.“ Þrátt fyrir þessa hat- römmu andstöðu tókst Al- þýðuflokknum að koma þessu máli í framkvæmd, til stórkostlegra hagsbóta fyrir íslenzku sjómannastéttina. Hinn „góði og heilbrigði mál- staður“ Péturs Ottesen var sá, að vinnutími sjómanna skyldi vera ótakmarkaður, því að ef þeir fengju boðleg- an hvíldartíma, myndi það „óhjákvmilega draga úr afla- brögðum“ og þar með of- gróða togaraeigenda. Þetta ætti íslenzk alþýða að muna íhaldinu. Framhaldsgrein GUNNARS VAGNSSONAR, vesrður að bíða næsta blaðs, sökum þrengsla. x-A Jafnaðarstefoan. Frh. af 1. síðu. þessara flokka fyrir stuðningi í þessum málum. Nei. Hræðslan við kjósendurna, hræðslan við ykknr, alþýðufólk, hefir ráðið þar meiru, ásamt von um að geta blekkt fólkið og talið því trú um, að þetta væri þeirra verk. Kosningarnar þ. 18. og 19. þ. m. eiga að gefa alþýð- unni tækifæri til að veita þess- um mönnum lausn frá starfi og kjósa sína eigin fulltrúa á þing, velja á milli, hvort stríðsgróða- valdið á að ráða lögum og lof- um á komandi árum, eða hvort fólkið, alþýðan, sem skapar þjóðfélagsauðinn með erfiði dagsins, á að ráða málum, og gera róttækar endurbætur á því volæði, sem Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn hyggja að steypa þjóðinni í. Úr því skera í hönd farandi kosn- ingar. Alþýðuflokkurinn heitir á hvern manh og konu, jafnt ungan sem gamlan, að vinna sleitulaust að sigri alþýðunnar í landinu, að sigri Alþýðuflokks ins í í hönd farandi kosningum, styðja þann málefnagrundvöll, sem getur leitt þjóðina frá ó- gæfu komandi tíma, skapa þjóðfélag, sem veitir einstak- lingunum og þjóðinni í heild fullkomið frelsi og réttlæti, vinna að sigri jafnaðarstefn- unnar á íslandi. Til ungra manna vil ég segja þetta: Það er hvorki Sjálfstæð- isflokkurinn eða Framsóknar- flokkurinn né hið erlenda skoö- unarleysi kommúnista, sem veitir ykkir réttarbætur og ger- ir byrjunarskeið lífsbaráttunn- ar léttara. Æskan í landinu þarfnast fræðslu. Hún þarfnast full- komnari skilyrða til þess að geta öðlazt það en fyrir hendi eru nú. Þjóðfélaginu ber skylda til að vaka yfir andlegrí þróun æskunnar, þeirra, sem í framtíð inni eiga að ráða málum lands og þjóðar á komandi tímum. Hún þarfnast fullkomnari löggjafar á sviði iðnaðarnáms, og hún þarfnast fullkomnari skilyrða til sérmenntunar í skólum landsins. Þessu fæst framgengt fyrst og fremst með því, að æskan í landinu vinni sjálf að sínum velferðarmálum, vinni ötullega að því, sem varðar hana svo miklu og hefir ví@tæk áhrif á framtíðarstarfið, sem bíður hennar á komandi árum. Sá sig- ur, sem þegar hefir fengizt, má ekki glatast. Okkur ber að starfa, skyldumar við þjóðfé- lagið eru enn óleystar. Við eig- um að gefa afkomendum okkar betri lífsskilyrði að vöggugjöf en þau, sem við teljum vera stórgölluð og þurfi endurbóta við. Skyldan kallar okkur til á- taka — til starfa, til að vinna á móti þeim öflum, sem hyggja að halda þjóðinni í fjötrum van- máttar og vanþekkingar, til að vinna á móti hvers konar mein- semdum þjóðfélagsins, hvort sem þær eiga rót sína að rekja til ofbeldis og einræðisskoðana eða hafa orðið til sakir van- máttar valdhafanna. Æskvmenn! Ungir jafnaðar- menn! Alþýðuflokkwrinn heitir á ykkur til samstarfs og sam- vinnu, til úrlausnar á vanda- málum þjóðfélagsins, ekki um stundarsakir, heldur í áfram- haldandi starfi, þar til sigur jafnaðarstefnunnar er orðinn raunhæfur, þjóðin frjáls í frjálsu landi. Ykkar starf við í hönd far- andi kosningar ræður því miklu um úrslit þeirra. Verið á verði, vinnið, starfið og sigrið. Sigur Alþýðuflokks- ins er sigur alþjóðar. Frh. af 2. síðu. er höfð eftir: „Á svona kreppu- árum mega verkamenn vera á-' nægðir, ef þeir hafa hálfan magann.“ Þetta var sagt fyrir nokkrum árum, en nú segja þeir hinir söum, að allt sé í lagi, það hangi í að verkamenn hafi fullan maga. Meira hafa þeir víst ekki gott af. Þeir þurfa ekki að safna í varasjóði. Hafnfirðingar! Þegar þér at- hugið þetta og ótal margt fleira af slíku iagi, þá komist þér ekki hjá því að sjá, að flestum þeim málum, er til hagsbóta horfa fyrir verkalýðinn, hefir verið komið fram fyrir atbeina eða með fylgi Alþýðuflokksins, en þrátt fyrir andstöðú Sjálfstæð- isflokksins. Þegar þér því veljið mann til þess að fara með mál yðar á al- þingi, þá stuðlið þér að því að efla áhrifavald Alþýðuflokks- ins svo sem unnt er, og það ger- ið þér með því að kjósa fram- bjóðanda hans, Emil Jónsson. Munið, að eitt atkvæði getur ráðið úrslitum um, hve marga uppbótarþ.m. flokkurinn fær. Þess vegna situr enginn Al- þýðuflokksmaður heima 18. okt. næstkomandi, heldur gerir það, sem í hans váldi stendur, til þess að gera sigur Alþýðu- fl. sem glæstastan. or. Dodirtektir íhalds- ins ð Alpinoi 1927, er AlDýðuflobkurinn krafðist 21 árs bosninoaréttar,umað veittur sveitastyrhur valdi ekki missi kosningarréttar og um endurbætur á kjör- dæmaskipuninni. Jón Þorláksson sagöi: ,,Ég er mótfallinn brt. á þskj. 468. . . . Þar er farið fram á að fella burt það skilyrði fyrir kosningaréttinum, að menn séu ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk, og ernnig er ald- urstakmarkið fært niður í 21 ár. Mér sýnist ekki rétt að fara að breyta þessu. . . . Og ekki sýnist mér heldur á- stæða til þess að lækka ald- urstakmark landkjörskjós- enda úr 35 árum niður í 30 ár. . . .“ „Ég tel rétt að halda svo lengi sem unnt er í aðalatrið- um þeirri kjördæmaskipun, sem nú er í landinu.“ J óhannes Jóhannesson: „Það er mér mjög ógeðfelld tilhugsun, að menn, sem ekki geta séð sér og sínum far- borða, sakir óreglu, leti eða annarrar ómennsku, eigi að fara að sjá fyrir og stjórna okkur hinum.“ „. . . ef veitt- ur, endurkræfur sveitarstyrk ur hefir ekki réttindamissi í för með sér, mun það verða rothögg á sjálfsbjargarvið- leitni margra og auka sveit- arþyngsiin að miklum mun, og á það að vera tryggt með stjórnarskránni, að slíkt komi ekki fyrir, alveg eins og það er tryggt með henni, að þjófar og bófar hafi ekki kosningarétt og kjörgengi til alþingis.“ Þarna er hugur íhaldsins til alþýðunnar. Þeir, sem avðvaldsþjóðskipulagið hefir gert ókleift að sjá sér og sín- um farborða, eru settir á bekk með „þjófum og bóf- um“. Það hljómar annars nógu vel hjá íháldsflokknum, að hann skuli vera farinn að kálla sig Jlokk allra stétta“! Það var Alþýðuflokkuriv.n, sem knúði fram 21 árs kosn- ingarétt og það var Alþýðu- flokkurinn, sem fékk viður- kenndan skýlausan rétt þeirra, sem neyðzt hafa til að þiggja sveitarstyrk, ttl kosn- inga til álþingis.

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.