Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 2

Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 2
Æskumenn, hvað kallar? Eftir Jón Marinó Samsonar. í dag eru címar umróts og byk- inga. Það þjóðskipulag, sem mótað hefur síðustu kynslóðir, á þegar upp- haf, blómaskeið og hnignun að baki. Hér er hið þríeina lögmál náttúr- unnar, sem ríkir, lögmálið, sem eng- um hefur enn tekizt að yfirstíga. Kapitalisminn, þessi virðulegi, silf- urhærði öldungur, 'hvílir nú þegar öðrum fæti í kör, og getur hvenær sem er selt upp síðustu golunni. Þessu hljóta allir, sem ekki hunza þróunina og virða að vettugi boð- skap sögunnar, að gera sér grein fyrir. En hitt er svo annað mál, að ýmsir sjá sér ekki hag í að viður- kenna staðreyndir. Það eru þeir, sem telja sig óskábörn verandi skipulags og hyggja illt til allra breytinga; Þeir slá stöðugt höfðinu við stein og full- yrða að svart sé hvítt og elli æska. Sjálfa sig blekkja 'þeir sjaldnast, til þess.hafa þeir aflað sér of víðtækrar stjórnmálamenntunar, en þeim tekst furðu oft að vefja hrekklausan al- menning um fingur sér. Hann er sj'álfur 'hreinskilinn og blátt áfram og fær með engu móti skynjað vél- vísi og baktjaldabrugg spekúlant- anna. Sjómaðurinn vestur á Horn- ströndum, sem á ekkert nema stíg- vélin sín, búhöldurinn austur á fjörðum, sem á ef til vill tíu hor- rimar og eina beljugrind, útgerðar- maðurinn, sem á bátkænuna sína mínus nokkra fallandi víxla í Ut- vegs'bankanum, vinnumaðurinn austur í Oræfum, sem er að snapa saman fáeinar krónur, svo að 'hann geti hafið sitt „sjálfstæða" hokur, verkámaðurinn í -Reykjavik, sem knékrýpur „hinum stóru“ í von um ein'hverjar snapir að starfa við, en er svo sparkað um leið og „hinum stóru“ hentar, fósturlandsins Freyja, sem skal sætta sig við að vera hálf- drættingur hins kynsins í launamál- um, aðeins af því að hún var svo seinheppin að fæðast kona — öll krjúpa þau í lotningu og tilbeiðslu til „hinna stóru“ og grátbiðja þá, að vernda sig og eigur sínar fyrir þess- um voða-voða vondu mönnum, sem kalli sig vinstri menn og vilji gera alla að öreigum. Svona getur áróðurinn flekað ó- spillta alþýðu, unz hún verður að sáiblindum múg, sem er allt eins ósjáifstæður og raðir af sprellikörl- um, festir upp í eina taug. Svo þeg- ar „hinum stóru“ þóknast að kippa í endann, þá tekur sprellilýðurinn að pata og fálma út í loftið og benda sólinni að hætta við að koma upp; ef hún geri það, þá geti slæmu, róttæku mennirnir gert jörðina að einu allsherjar helvíti og leitt vol- æði, vesaldóm og fátækt inn á 'hvert heimili. Svona getur formyrkvun- in orðið ferleg. En hvernig, sem blindingjarnir skekja sig samkvæmt stjórn spekúlantanna, hlýtur sólin að renna sitt skeið. Og það vita fjármálamennirnir ósköp vel, en þeir vita líka að fj'árveldi þeirra á komandi tímum er einvörðungu háð því, ‘hversu tekst til, þegar kapi- tal-isminn leggur upp lauparnar, hvort þeim tekst ennþá einu sinni að byggja upp nýtt þjóðskipulag, sem grundvallist: á áframhaldandi veldi þeirra, eða hvort verkalýðnum heppnast loks að mynda sér þjóð- skipulag, sem heildinni yrði fyrir beztu. Þetta þjóðskipulag hyggumst við að grundvalla á þremur hug- tökum, lausnarhugtökum mánn- kynsins: Frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi. Þetta hlýtur ætíð að verða innsti kjarni sósíalismans. Allar aðrar kenningar hans eru tæki til að framkvæma markmið; markmið- ið er: Sósíalistiskt frelsi, jafnrétti og bræðralag allra manna. En ekkert er andstæðara yfirstéttunum en þróun slíks þjóðskipulags. Það hlyti að greiða sérréttindum þeirra rot- högg. Ög yfirstéttirnar þekkja að- eins eitt ráð til að bægja slíkri vá frá dyrum. Þær vita að verkalýðn- um er sigur vís, nema því aðeins að þeim takist að halda honum sundruðum, þegar úrslitastundin rennur upp. Og ekki verður annað sagt en þeim hafi orðið allvel ágengt 'hér 'á vorri ástkæru smáeyju. Tál- slungnir loddarar hafa sundrað ís- lenzkri alþýðu og tælt hana sína í hverja áttina. Þeir hafa talið okrar- anum trú um, að erkióvinur hans sé eyrarburgeisinn, sem velti sér í peningum og vinni ekki nema litla stund dag hvern, svona rétt sér til gamans, og gagnkvæmt að eyrar- verkamaðurinn eigi sér ekki skæð- ari fjanda en búandaauðmanninn, sem ekkert þurfi að gera nema sleikja sólskinið og labba svo út í fjós, þegar maginn kallar og láta spenvolgan rjómann renna viðstöðu- laust, svo lengi sem Ihonurn þókn- ast. Æskumenn. Það verður hlutverk okkar að vinna upp það, sem aflaga hefur farið og kenna verkalýðnum, að sameinaður á hann sigurinn vís- an, en sundraður er hann leiksopp- ur fjárglæframanna. Við verðum að fylkja sérhverri aiþýðustétt undir sama fána, fána frelsis, jafnréttis og bræðralags. Enginn má 'blunda á verðinum; skapadægur auðvaldsins verður að renna upp yfir vakandi aiþýðu, en ekki sófandi, sameinaða en ekki sundraða, alþýðu, sem er tilbúin að byggja upp á þeim trausta Fratnh. ú 4. siðu. 2 KYNDILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.