Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 3

Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 3
Eftir brezku kosningarnar Nokkrar huglei&ingar Síðan brezki íhaldsflokkurinn tók við völdum í Bretlandi í lok október sv 1. hefir furðu lítið 'heyrzt í Morg- unblaðinu um störf og stefnu skoð- anabræðra þess þar í landi. Enginn skyldi halda að þetta sé venjuleg Morgunblaðs 'heimska eða yfirsjón án skýringa. Astæðurnar eru at- Ihyglisverðar og veigamiklar og al- veg sérstaklega lærdómsríkar fyrir íslenzka kjósendur. Morgunblaðið boðaði fall brezku jafnaðarmannastjórnarinnar með mik'lum bægslagangi og óduldri gleði, enda var það ekki óeðlilegt af þess hál'fu. Morgunblaðið lagði mikla áherzlu á að túlka þennan væntanlega sigur íhaldsins sem enn eina viðbótarsönnun fyrir gagngerð- um straumhvörfum í heimspólitík- inni. Ihaldsflokkar eru í örum vexti, allar frjálsar þjóðir að snúa baki við jafnaðarstefnunni og fylkja sér und- ir merki í'haldsins, sagði Morgun- blaðið. Það leyndi sér ekki, að Morg- unblaðið taldi það verða íhaldinu hér á landi mikill styrkur, þegar bróðuríhaldið væri komið til valda í Bretlandi og sýndi og sannaði hvað íhaldsstjórn og íhaldsstefna eru ágæt fyrir land og lýð. Brezkir jafnaðarmenn biðu ósig- ur í kosningunum 25. október s. 1. sem kunnugt er. Sá ósigur var þa með nokkrum sérstökum hætti. Þeir höfðu meira kjósendafylgi en íhald- ið, en nokkuð færri þingmenn. Brezka íhaldsstjórnin nýtur þess vegna ekki trausts og 'fylgis meiri hluta þjóðarinnar og hefir nauman Winston Churchill, sigurvegarinn í brcz\ti \osningunum. Clement Atlec. Hann vann og tapaði þó •meirihluta á þingi. Brezkir jafnað- armenn höfðu ékki beðið neitt af- hroð 'í þessum kosningum. Síður en svo. Þeir höfðu aukið kjósendafylgi sitt og urðu áfram stærsti stjórn- málaflokkur Bretlands. Þessi úrslit urðu íhaldsmönnunum víða sár vonbrigði og torskilin ráð- gáta í senn. Fyrir þá lesendur Morg- unbiaðsins sem höfðu lagt trúnað á fréttir þess og aðsend bréf um lífs- kjörin þar á stjórnarárum jafnaðar- manna, voru þessi úrslit alveg sér- staklega óvænt. Höfðu ekki brezkir jafnaðarmenn stjórnað með endem- um illa og þjóðin búið við sáran skort og lamað framleiðslukerfi ? Hinn naumi matarskammtup var staðreynd. Það vissu allir ferðalang- ar, sem skruppu úr allsnægtum á Is- landi til Bretlands á þessum árum og skrifuðu ferðaþætti í Morgun- blaðið á eftir. Fataskömmtunin var fráleit. Takmörkun á ferðamanna- gjaldeyri móðgun við frjálsa menn. Oll framleiðsla og framtak fjötrað með hvers kyns höftum og hömlun- um, sem engan tilgang höfðu nema fulinægja ofurást jafnaðarmanna á skriffinnsku og voru sjálf orsök allra efnáhagsvandræðanna. Því, ef hið frjálsa framtak væri leyst úr læðingi og fengi að njóta sín til fulls, án afskipta stjórnarvaldanna, verzlunarfjötra, þjóðnýtingar, fjár- festingareftirlits o. s. frv. o. s. frv., þá og fyrst þá myndi þjóðinni vegna vel og allir hafa nóg. I utanríkismál- um yrði ekki síður gjörbreyting.-Nú yrði ekki staðið gegn sameiningu Evrópu, kalda stríðið leitt til lykta með samningum við sjálfan Stalin, sambúð Breta og Bandaríkjamanna bætt, brezka heimsveldið hafið til KYNDILL 3

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.