Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 4

Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 4
fyrri vegs og veldis o. s. frv. o. s. frv. Þeir íhaldsmenn, sem skildu til hlítar, hvers eðlis „sigur“ brezka íhaldsins var byggðu þó vonir sínar á tvennu. Fyrst 'á ’því, að Churchill myndi takast að skapa þjóðarein- ingu um -stjórn sína með þátttöku frjálslynda flokksins. En sú von brást fljótt. Frjálslyndi flokkurinn sá sér ekki fært að ganga til stjórnarsam- staifs með íhaldinu. Þessi málalok voru að vísu slæm byrjun, en samt ekki neitt stórkostleg. Hitt hald- reipið, sem íhaldsmenn treystu á, var það, að hin skjótu umskipti á efnáhag Breta sem leiða myndu af framkvæmd hinnar ágætu i'halds- stefnu myndu færa þjóðinni fljót- lega heim sanninn um yfirburði hennar yfir stjórnarstefnu jafnaðar- manna. Þess vegna var lýsingu og framkvæmd á stefnu íhaldsstjórnar Churchills beðið með mikilli eftir- væntingu. Hver yrði stefna íhalds- stjórnarinnar í innanríkis- og utan- rikism'álum? Að lokum kom há- sætisræða konungs, en í 'henni er að finna stefnu hverrar rikisstjórnar, þegar að venju lætur, í þingbyrjun. Þá kom á eftir ræða fjármálaráð- herra, verzlunarmálaráðherra að ógleymdum sjálfum utanríkisráð- herranum, Eden. íhaldsmönnum til mikilla vonbrigða var ekkert nýtt i hinum fyrstu ræðum þessara snjöll- ustu liðsodda brezkra íhaldsmanna. Þeir boðuðu ekki eins og þær höfðu margsinnis gefið í skyn eða beinlinis lofað, að öll skömmtun yrði felld niður, öllum verzlunarfjötrum af- létt, þ. á. m. verðlagseftirliti. Oll þeirra stefna reyndist ófrumleg, rís- lág og hversdagsleg. Meira að segja urðu þeir til að byrja með að beita strangari innflutningshöftum en áð- ur gagnvart sumum löndum. Ekki verður heldur matarskammturinn aukinn í bráð og enginn aukaglaðn- ingur fyrir jólin. Svona mætti lengi telja. Brezkir íhaldsmenn hafa strax eftir valdatöku orðið að viðurkenna með stefnu sinni, að nú er ekki hent- ugur tími né tækifæri til þess að gera stórkostlegar tilraunir með •frjálst hagkerfi og framkvæma þann- ig kosningaloforðin. Þeir hafa við- urkennt, að ástandið í heimsmálun- um er of alvarlegt til slíkra áhættu- samra ævintýra. Þess vegna verða þeir að nota hagkerfi jafnaðarmanna lítið breytt. En það þýðir áfram- haldandi notkun hafta, sem þeir hafa margoft fordæmt í ræðu og riti, áframhaldandi notkun margvíslegra ríkisafskipta af framleiðslustörfum, sem þeir hafa talið höfuð orsök alls, sem á móti hefir blásið í efnahags- starfsemi Breta. Það er þessi stað- reynd, sem er jafn athyglisverð sem hún er lærdómsrík fyrir íslenzka kjósendur. Ábyrgir brezkir íhalds- menn neyðast til að framkvæma lít- ið breytta stjórnarstefnu og þora ekki að taka á sig þá áhættu að Æskumenn . . . Framhald af 2. síðu. grundvelli, sem eldheitir hugsjóna- bræður og mannvinir fólu henni til varðveizlu, unz stundin rynni upp. Hver treystir sér að líta fram á við til komandi dóms sögunnar, ef hann lætur skammsýni og nábúakrit yáða gerðum sínum, þegar grundvallar- hugsjón mannkynsins er í húfi? Þá mega engir sérhagsmunir ráða, eng- in linkind gagnvart einstaklingum. EIli hefur löngum veitt okkur þung- ar búsifjar og stungið margan sann- an félaga svefnþorni er á leið ævina. Gegn því verðum við ætíð að vera á varðbergi. Okkur getur verið meiri hætta búin af einum uppdöguðum leiðtoga en hundruðum opinberra andstæðinga. Sósíalisminn hefur ver- ið og verður fyrst og fremst borinn uppi af æskumönnum, eins og allar aðrar róttækar hugsjónir. Eilin sér draug í 'hverju skoti. KYNDILL — útgefandi Samband ungra jafnaðarmanna; afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu, sími 5020; ritnefnd Sig- urður Guðmundsson ritstjóri, Benedikt Gröndal, Eggert Þorsteinsson, Kristinn Gunnarsson og Stefán Gunnlaugsson. — Alþýðuprentsmiðjan h.f. — koma á „frjálsu" hagkerfi, þrátt fyrir allt þeirra fyrra tal. En hér heima er haldið áfram sama söngnum um ’höft og hömlur og brezkir íhalds- menn héldu uppi áður en þeir komu í valdastólana. I Bretlandi var hann sunginn í áróðursskyni einungis, en hér á landi er hann básúnaður sem réttlæting á glæfra stefnu í verzl- unar- og viðskiptamálum. Þess vegna hefir Morgunblaðið svo sorglega lít- ið að segja fslenzkum kjósendum, hveru bróðuríhaldinu brezka geng- ur að koma á frjálsu hagkerfi þar. Þegar loks hefur tekizt að fylkja hverri vinnandi stétt, hvort heldur hún býr til sjávar eða til sveitar, undir sama gunnfána, þá og ekki fyrr erum við tilbúnir að mæta and- láti auðvaldsins, þá og ekki fyrr get- um við ókvíðnir horft móti rísandi sól, þegar kapitalisminn fer sína hinstu reisu, úr körinni í gröfina. Heill þeirri stund. KYNDILL óskar lesendum sín- um öllum, og alþýðu allri til lands og sjáv- ar, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 1 v. 4 KYNDILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.