Kyndill - 01.11.1951, Qupperneq 9

Kyndill - 01.11.1951, Qupperneq 9
heimilinu. Jafnrétti í launamálum og skattamálum sýnist vera jafn sjálf- sagður hlutur og jafnrétti í öðrum málum, þar sem konur standa jafn- fætis körlum. Ég er hálf hissa á að þetta skuli ekki enn hafa verið lög- leitt“. „Hvað geturðu sagt okkur um félagslíf hér í bænum?“ „Það er fremur fábrotið. Hér eru að VÍsu nokkur félög, en fremur lítið starfa þau; það er alltaf svo mikið að gera! Félög sem ég man eftir í augnablikinu eru t. d. Kvenfélag, Ungmennafélag, Skátafélag og þrjú pólitísk félög unga fólksins: rhalds- ins, framsóknar og F. U. J. sem er ekki talið síðazt af því að það sé sízt, það er þvert á móti meö mestu lífi þessara þriggja. Kommar eru ekki til, og er það vel. Bænum er stjórnað af 3 alþýðu- flokksmönnum og 1 framsóknar- manni móti 3 rhaldsmönnum, og virðist mér stjórn sú allgóð. Skattar eru sæmilega bærilegir, en húsnæðis- málin eru í afleitu ástandi, sem bú- ast má við, sakir hinnar sífelldu fjölgunar í bænum. En þau þarfn- ast rnjög gagngerðrar rhugunar og framkvæmda“. „Og hvernig lízt þér svo á stjórn- málin í dag?“ „Mér lízt illa á hina sívaxandi dýr- tíð, sem allt og alla er að sliga. Þetta er varla hægt öllu lengur. Maður sér á eftir hverjum hundrað-krónu- seðlinum á fætur öðrum, og fær lítið sem ekkert í staðinn. Og það þarf áreiðanlega geysilega gætni og út- sjónarsemi til að láta verkamanns- laun duga, ef þau gera það þá. Ég dreg enga dul á það, að Alþýðu- flokknum fylgi ég að málum; mér finnst 'hann alla tíð, bæði fyrr og síðar, hafa barizt dyggilegast fyrir okkur, er minna rnegum okkar, og sl'íkum flokki hlýtur allt launafólk að fy.lkja sér um“. Vér kveðjum og þökkum fyrir. SiG Jafnaðarmenn samtíðarinnar: LÉONJOUHAUX Það kom mörgum á óvart, er friðarverðlaunum Nobels var, um miðjan nóvember, úthlutað til franska verkalýðsforingjans Léon Jouhaux, og þótti mönnum fram hjá ýmsurn gengið að vanda. En Norðmennirnir, sem verðlaunin veita ,vissu hvað þeir voru að gera. Sennilega hefur vakað fyrir þeim eitt'hvað svipað og Jouhaux sagði, er hann frétti um veitingu verðlaun- anna: „Það er ekki Jouhaux, sem verið er að heiðra. Það er öll alþýðustéttin, sem ávallt hefur leitað friðar“. Jouhaux byrjaði feril sinn á alþýðu- heimili og starf sitt sem óbreyttur verka- maður í stórri verksmiðju. En hann reis fljótt til mikilla trúnaðarstarfa fyrir félaga sína, og fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina var hann orðinn framkvæmdastjóri franska verkalýðssambandsins (C. G. T.). Hann var róttækur mjög og beitti nýjum og óvæntum aðferðum í bar- áttu sinni fyrir bættum kjörum verka- manna, sem þá voru vesældarlega bág í mörgum greinum. Hann lét þá gera skyndiverkföll í fyrsta sinn, stöðvaði mikilvæga starfsemi (tók til dæmis raf- magnið af París) og hann byrjaði einn- ig á því að láta verkamenn fylgja eftir kröfum sínum með því að draga af sér við vinnuna og minnka þannig afköstin, unz atvinnurekendur feng- ust til sanngjarnra samninga. A þessum árum var Jouhaux mikill hugsjónamaður, ekki sízt í friðar- málum. Hann hélt því fram, að brytist styrjöld út í Evrópu, mundi verkalýðshreyfingin kæfa hana í byrjun með allsherjarverkföllum í öllum viðkomandi löndum. Þegar á reyndi fór fyrir honum eins og flestum öðrum friðarsinnum verkalýðshreyfingarinnar (sem þá voru margir og 'höfðu minni reynslu af heimsmálunum en nú) að þeir héldu tryggð við málstað sinna þjóða, sem varð, báðum megin víglínunnar, sterkari en friðarvilji verkalýðsins. Milli styrjaldanna reis Jouhaux mjög í áliti og völdum innan alþýðu- sambandsins franksa, og undir forustu hans var það sterkur aðili í sam- fylkingu vinstriflokkanna og stjórn Leons Blum á sínum tíma. Þá vann Joúhaux með kommúnistum, eins og öðrum vinstriflokkum, í harðvítugri baráttu gegn Frankó, Hitler og Laval. Þegar Þjóðverjar lögðu undir sig Frakkland, var hann settur í fangelsi í Þýzkalandi, og sat þar til stríðsloka. Margt var breytt, 'þegar Joúhaux. kom aftur til Parísar. Kommúnistar KYNDILL 9

x

Kyndill

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.