Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 48
26
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Filippseyjamönnum til handa, eins og væri hann að flytja
mál barna sinna. A þenna hátt verndaöi hann samvizku
og sóma eigin þjóðar sinnar í þessum vandasömu við-
skiftum.
Tat't er maður léttlvndur og frígeðja og hefir ætíð
hlátur, fyndni og kátínu á reiðum höndum. Samt er hann
ávalt hinn virðulegi maður, er allir bera lotningu fyrir;
spaug og hnittinyrði fljúga honum af vörum yfir vinnunni.
Mestri furðu gegnir, hve miklu hann afkastar; eljan og
áhuginn brennur í honum eins og eldur.
Eitt sinn á skólaárum var hann af skólabræðrum kos-
inn til einhverrar virðingar, en efast var um af einhverj-
um, að sú kosninghefði farið fram eftir öllum listarinnar
reglum. Hann þverneitaði virðingunni, en var þegar í
stað endurkosinn í einu hljóði. í Cincinnati barði hann á
lélegum ritstjóra, er ritað hafði níð um föður hans. Þeg-
ar hann var orðinn dómari Bandaríkjanna, fekk hann
tilboð frá lögfræðinga-félagi í New York um að gjörast
meðliii^ur þess, og fylgdi boðinu lögformleg ábyrgð fyrir
$50,000 árslaunum. En hann neitaði og sagði : ,,Það
eru mikilvægari hlutir til í heimi þessum en peningar“.
Þeg-ar hann var í Filippseyjum, lætur hann ekkert tæki-
færi ónotað til að ávinna sér kærleika og tiltrú munaðar-
léysingjanna, sem honum hafði verið trúað fyrir.
Eyjarnar eru margar og fólksfjöldi mikill. Skifta
varð þeim í ótal umdæmi og setja höfuðsmenn eða fylkis-
stjóra yfir. Þegar hann var að koma þessu í kring, varð
hann að ferðast um alt landið og hleypa hinni nýju stjórn
af hlunnum með viðhöfn sem mestri. ’ Til þess nú að
geta látið viðhöfnina vera sem mest eftir geði þjóðarinnar
og taka í henni þann þátt, er bezt myndi hlýða, lagði hann
það á sig,mitt í öðrum óskapa-önnum, að læra ferdansinn
fræga, rigodon, er vandasamastur þykir allra dansa,