Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 61
ALMANAK 1909.
39
og- ekki í góSu útliti, dugSu því síSur en skjddi; samt
voru þeir afardýrir.
í Calgarv dvaldist mönnum, bæSi vegna ýmissa und-
irbúnings umsvifa, og svo rigninga, sem þá voru óvana-
lega miklar. Nálægt miSjum júnímánuSi, mun flokkur-
inn hafa tekiS sig upp úr bænum og stefnt á norðurleiS.
FerS þessi var bæSi torsótt og erfiS, og bar til þess eink-
um tvennt : þaS, aS akdýrin voru illa í standi til þeirrar
ferSar og liitt : aS vegir voru lítt færir, vegna rigning-
anna, sem þá gengu. ÞaS var ekki ósjaldan, að öllu yrSi
aS afhlessa, fólki og flutningi; karlmenn urSu aS ganga
nær því alla leiSina, nema aS eins keyrslumenn. Marg-
sinnis urSu karlmenn aS bera kvennfólk og börn yfir
verstu forræSin, því annars myndi það hafa gjörsamlega
sokkiS. — Það var næstum óskiljanlegt, hvaS konur
og bö.rn entust og hjeldu lífi og heilsu, því aSbúnaður og
meðferð, var hiS versta, sem hugsazt gat. Mann hryllir
enn viS því, aS hugsa til þess, aS sjá konurnar ofan á
ýmsum flutningi á vögnunum, meS barnahópinn utan um
sig, opt votar og kaldar; koma svo til náttstaSar, og
leggjast til hvíldar ofan á hlauta og kalda jörðina. Dag-
leiSir voru stuttar, stundum að eins io mílur. Á sjötta
degi, náði flokkurinn norSur aS Red Deer ánni, þar sem
síSar var kallaSur Myllnubakki. — UrSu menn því harla
fegnir, aS vera komnir þaS áleiSis með heilu og höldnu,
þótt margt 'misjafnt hefði á dagana drifiS, og menn og
skepnur væri þreylt og þjakaS. Slógu menn þá upp
tjöldum og tóku á sig náSir.
Heldur hafði mönnum fundizt, dauft á að líta, á pláz-
mu frá Calgary til Red Deer; aS eins sáust 5 hús á allri
þeirri leiS, meSfram veginum; í þeim bjuggu menn, sem
hölSu sezt þar að, sumir fyrir löngum tíma, inest í þeim
tilgangi, aS hafa fje út úr ferSamönnum, þ\ í sá vegur var