Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 73
ALMANAK 1909.
51
fara til Winnipeg' og vinna þar í tvo mánuði til þess aS
liafa eitthvað fyrir sig að leggja næsta vetur. Átti hann
nú eftir eins árs búskap 14 ekra plægðan akur ájörðsinni
og þótti gott. Næsta erfitt var þá um aðdrætti alla í Ar-
gyle-bygð,svo naumast mega þeir menn, sem nú eru ung-
ir, gjöra sér í hugarlund, við hve mikla örðugleika feður
þeirra áttu að etja. Löng leið var til markaðar og eugum
hestum til ;ið dreifa, heldur akneytum einum. Varð ann-
aðhvort að fara til Brandon, 65 rnílur, eða til Manitou,
nálægt 60 mílur, og má geta nærri, hvílík tímalengd hefir
til þess gengið að aka þann óraveg nteð uxurn. Hveiti-
verð þetta haust mun hafa verið 63 cts. hvert bushel.
Gat Björn selt eitt vagnhlass hveitis þetta haust, er hann
hafði umfratn það, er til útsæðis þurfti. Næsta ár færði
hann enn út akur sinn um 15 ekrur. Það haust kom dá-
lítið frost og snart hveiti, áður bjargað varð; fyrir ófrosið
hveiti munu bændur hafa fengið 80 cls, þetta haust, en
eigi nema 60 cts fyrir það, sem snert hafði verið áf frosti.
Er þrjú ár voru liðin frá því, er Björn settist að á
löndttm sínum, fekk hann eigtiarbréf fyrir þeim (1885).
Eins og getur nærri var enginn hægðarleikur að færa út
akur sinn og búskap meðan eigi var öðrum vinnudýrum
til að dreifa en akneytum í félagi við annan. Reynt hafði
Björn að verjast skuldum hingað til, en svo fór, að hon-
um fanst hyggilegra að taka nú lán nokkurt til að reka
búskapinn, en að halda öllu í sama horfi. Enda bar til
þess bráða nauðsyn. Að þretn árum frá landnámi vatð
hann að borga stjórninni $400 fyrir þá jörðina, er hann
hafði fengið forkaupsrétti, því svo voru skilniálar. Veð-
setti hann nú jarðir sínar fyrir $600 láni. Hafði hann þá
S200 afgangs jarðarverðinu. Fyrir það fé kaupir hann sér
samokshryssur tvær, rosknar; kostuðu þær $300 og varð
hann að láta uxann og eina kú upp í kaupin.