Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 84
62
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
urinn myndi hafa orðiö honum hamingjudrýgri, timbur-
mannsiðnin, sem fóstri hans hafði fyrirhugað honum, eða
skrifarastaðan, sem hann kaus sér. En víst er um það,
að hugfur hans hneig'ðist meíra til ritstarfanna og oftast
verður affarasælast að hallast í þá áttina,sem þráin ósjálf-
rátt bendir.
Meðan Jón gegndi skrifarastörfum í Eyjafirði bjó hann
í Spónsgerði þrjú ár og síðar á Hallgilsstöðum tvö ár.
Árið 1875 fluttist hann búferlum að Gullbrekku í Eyjafirði
en var hrakinn þaðan aftur af eiganda jarðarinnar, sem
sjálfur tók hana til ábúðar á næsta ári. Fluttist Jón þá
að Æsustöðum 1876 og bjó þar eitt ár. Seldi síðan bú-
slóð sína á opinberu söluþingi vorið 1877. Fekk hann þá
húsaskjól á Ytra-Laugalandi fyrir sig og fjölskyldu sína,
en var sjálfur á lausum kili, því tvö urnboð liaiði hann á
hendi, sem bönnuðu kyrrsetu. Oll þau ár, sem hann var
seinast í Eyjafjarðarsýslu, haiði hann á hendi skriftir og
reikningsfærslu Möðruvallaklausturs og var settur aðstoð-
ar-umboðsmaður fóstra síns, Þorsteins Daníelsen, t\ö
siðustu árin, sem hann var á íslandi. En urn það leyti
fekk hann líka löglegt umboð til að skrásetja menn til
Vesturheims-farar með fólkflulningsskipum Allan-lín-
unnar.
Sumarið 1878 höfðu full fjögur hundruð manns verið
skrásett til vesturflutnings, fiestallir af Jóni Ólafssyni.
Með hópi þessum réðst liann sjálfur til farar. Varð sú
för hans til þess, að hann fastréð að flýja til Manitoba-
fylkis með sig og alt sitt og setjast að í landnáminu ís-
lenzka við Winnipeg-vatn. Lagði hann af stað með fjöl-
skyldu sína í þá ferð 24. júní 1879 með skipi Allan-línunn-
ar. Tæp fjögur hundruð útflytjendur töldust að vera í
þeirri för.
Sumarið 1882 nam hann land í samfloti við fjórtán