Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 86
64
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
5. Ólafur, f. 20. febr. 1867
6. Þorsteinn, f. 5. júní 1868
7. Margrét, f. 8. maí 1871
8. Lilja, f. 11. júlí 1873.
Jón Óiafsson er öllum kær,sem hann þekkja. Hjarta-
lagiö hlýtt og; gott ogtrúfast og hugsanir hans og tilfinn-
ingar lýsa mannúö og göfuglyndi, þó fátækt og öröugar
ástæöur hafi oft dulið þetta heiminum. Hann er betur
mentur en fólk er flest fyrir langvinna sambúö og um-
gengni við ýmsa helztu menn ættjaröar sinnar. Ritliönd
hans var prýðisgóð og hefir hún haldist nokkurn veginn
óbreytt fram á þenna dag, jafnvel eftir veikindi þau, sem
getið er hér að framan. Nafn sitt kann hann enn að rita,
svo það er snild af manni jafn-gömlum. Vilji lians og
hugur til að vera nýtur maður í mannfélaginu hefir ávalt
verið langar leiðir á undan mættinum til að sýna það í
framkvæmdinni, eins og verða vill fyrir svo mörgum, en
fundið mun Jón hafa til þess sárar flestum öðrum. Hann
er maður sérlega trúhneigður, með einlægan og fölskva-
lausan kristindóm í hjarta; hugsar hann um liði a afi og
lífsferil allan með hjarta fult þakklátsemi við kærleiksríka
forsjón, sem leitt hefir og stutt í baráttunni. Fermiiigar-
föður síns, síra JónS Jónssonar, sem síðast var prestur á
Möðruvöllum, minnist hann með mikilli lotningu og finst
hann hafa gróðursett alt gott í hjarta sínu.
Öldunginum á Brú óska allir vinir hans, nær og fjær,
friðsælla æfiloka. F. J. B.
Nafndráttur eftir nýrituðu bréfi til útgef.