Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 104
82
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
viS lögð. Og þegar hann þagði, kreisti hann saman var-
irnar; og er sagt, að það sé óbrigðull vottur um þag-
mælsku og staðfestu.
Hann var enginn verulegur vitmaður, enginn bóka-
maður, og því síður lærðurmaður. En hann sýndi oft að
hann hatði góðan forða af þeim hyggindum, sem í hag
koma, og hann var furðanlega útsjónargóður og glöggur
á ýmislegt.
Þannig er þá mynd Hrómundar í fám dráttum. Og
þegar eg var drengur og las fornsögurnar íslenzku, þá
hugsaði eg oft til hans. Mér fanst hann ekki vera líkur
Gunnari, né Gretti, né Skarphéðni; en eg hugsaði mér
Egil Skallagrímsson líkan honum, ekki vegna vitsins og
framtakseminnar hjá Agli, heldur vegna orkunnar, skaps-
ins og hamremminnar, — í því áttu þeir sam-merkt. —
Eg sá hann aldrei öðruvísi klæddan, en í rauðum, stag-
bættum strigafötum, sem fóru honum alt annað en vel,
því buxurnar voru of stuttar og stakkurinn of þröngur.
En hann var líka langt frá því að vera það, sem Ameríku-
menn kalla ,,dude“.
Hrómundur settist ekki að í íslenzku nýlendunni í
Nýja Skotlandi, heldur tók hatm sér bólfestu á lítilli og
afarhróstrugri eyju, sem liggur fyrir utan vík þá, er Spry
Bay heitir. Eyja þessi er kölluð ,,Sailors' Woe“ (sjó-
manna böl) og er tæpar hundrað ekrur á stærð. Að vest-
an er hún lág og sendin, en að austan rísa himinháir
klettar. Atlantshafið lemur þessa kletta árið um kring;
og sjórinn er þar varla aldrei kyr. — Þar er sífelt brim-
hljóð dag og nótt. Og mörg eru þau skip, sem farist
hafa við þá kletta og á skerjunum fyrir framan. — Þess
vegna er eyjan kölluð „Sailors' JVoe“.
Þannig var sá bústaður, sem Hrómundur valdi sér —
einverulegur, eyðilegur og hrikalegur, eins og hann
sjáfur.