Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Side 110
88
ÓLAFRU S. THORGEIRSSON :
,,Þó öll auðæfi veraldarinnar stæðu mér til boða, færi
eg ekki í þessu veðri“, sagði dr. Patrik; ,,nei, hvorki fyr-
ir kóng né páfa leg'g eg á sjó í dag !“
,,En konan deyr“, sagði Hrómundur; ,,og börniu
eru sex, bæði ung og smá“.
,,Eg á líka konu og börn“, sagði dr. Patrik; ,,ogeg
má ekki hlaupa frá þeim út í opi.,n dauðann, að rauna-
lausu. Og eg segi það enn einu sinni, að eg legg ekki á
sjó í dag.
Gamli Hrómundur sagði nú ekki meira. Hann varð
fölur í andliti, kreisti saman varirnar, varð þungur á
brún, og augun tindruðu — urðu hvöss, hörð og ægileg.
Og dr. Patrik sýndist hinn breiði barmur hans þrútna, og
nokkur stór tár hrynja niður hina hrukkóttu vanga hans.
— En það voru ekki algeng tár — engin örva ntingar-tár,
hins yíirbugaða manns, heldur gremju-tár hetjunnar —
víkingsins — tár, sem líktust hagli — hörð köld, og níst-
andi eins og dauðinn.
Hrómundur var ægilegur, þar sem hann stóð fyrir
framan dr. Patrik. Pað-komu undarlegir drættir í andlit
hans, voðalegur glampi í hin himinbláu augu; hinir sterk-
legu, hrufóttu fingur hans kreptust inn í lófana, svo hnú-
arnir hvítnuðu, og það var eins og krampi gripi hvern
vöðva og hverja taug í handleggjum hans og herðum. -—
Hann steig eitt spor fram í áttina til læknisins — og nam
staðar. I huga hans voru tvö sterk öfl að berjast um yf-
irráðin : skynsemin og ofdirfskan. Hann sleig fram
annað spor — og nam staðar. — Lækninum fór ekki að
lítast á blikuna. Og enn steig heljarmennið fram eitt
spor — og nam svo staðar. Og um leið náði skynsemin
yfirráðum í huga hans, og kom jafnvægi á tilfinningar
hans og geðshræringar. Andlitið náði aftur sínum rétta
lit, og hinn geigvænlegi glampi hvarf úr auguntim. Hann
sneri sér við snúðugt og snögt, gekk hvatlega út úr hús-
inu, fór ofan brekkuna í fáum skrefum, og stikaði stórum
skrefum í áttina til bátsins í fjörunni.
En enginn má hugsa, að hann hafi ætlað að vinna
læknintim mein. Honum var annað í hug, eins og þið
fáið bráðum að heyra.