Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 112
90
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Alt í einu tók hann snög’t viöbragö, eins og þeir einir
geta tekiö, sem eru hálftröil og hamramir. Hann stökk
upp fjöruna, eins og pardustiýr, eða tígris, og stefndi á
Donald Gaskell. Eu þegar minst varði, tók hann aðra
stefnu og vatt sér inn í mannþröngina, þar sem dr. Patrik
stóð, þreif lil hans með ógnar snærræði, tók hann í fang
sér, ems og lítið barn, stökk með hann ofan að bátnum
og lagði hann niður í skutinn, ýtti svo frá landi, settist
undir árar og reri eins og óður væri.
. Þetta tiitæki Hrómundar kom svo skyndilega og öll-
um að óvörum, að enginn gat verulega áttaO sig á því,
fyr en báturinn var kominn á Hot. Enginn af öllum þessum
fílefldu mönnum hafði haft tækifæri til að hindra heljar-
mennið á minsta hátt. En þegar báturinn varkominn frá
laudi, var eins og allir vöknuðu af draumi, ekki sízt þeg-
ar þeir heyrðu að dr. Patrik kallaði á hjálp. — Allir hlupu
nú til bátanna, sem voru góðan spöl inn með fjörunni, og
margir þeirra upp í naustum. En þegar þeir komu að
fyrsta bátnum og voru í þann veginn að hrinda honum
fram, sáu þeir að Hrómundur var að beygja fyrir nesið og
leggja út í röstina.
,,Nú er of seint að elta þá“, sagði Donald Gaskell,
og hann vissi, hvað hann söng, karl sá; ,,þeir eru þegar
komnir út í röstina“, sagði hann, ,,og það verður bani
þeirra og ykkar allra, ef þið reynið til að ná dr. Patiik úr
höndum gamla mannsins, því hann mun halda teknu taki
í lengstu lög. — Bátunum hvolfir í öðru eins sjóróti, ef
þið gjörið nokkra slíka tilraun. — Og það er skárra, þó
ilt sé, að tveir farist, heldur en tíu eða tólf. — En sá
gamli heljar-karl mun ná til eyjarinnar, því hann þekkir
betur ásjóinn en við. — Hann er maður, drengir mínir,
hann er maðnr. — Lofum honum því að ráða héðan af“.
Menn sáu að þetta var satt, sem Donald sagði, að
það var alveg þýðingarlaust ^ð elta þá úr þessu, í því
skyni, að reyna að ná dr. Patrik úr höndum Hrómundar.
Sumir vildu að stærsti báturinn væri látinn fara í hámót á
eftir þeim, en aðrir töldu það úr,af þeirri ástæðu, að Hró-
mundur mundi ekki fara eins varlega, ef hann sæi bát
koma á eftir sér. Menn hættu því alveg við að veita þeim