Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 52
50
aldur of æfi viÖ kendur. HliSarendi var höfðingjasetur
samfleytt frá 1460 til 1819 en mörg stórmenni höfSu þar
áSur búiS. Fyrstur sinna kynsmanna !bjó þar Erlendur
Erlendsson Narfasonar frá Kolbeinsstöðum i Hnappadal,
sá er úti lá meS Sveini biskupi hinum spaka í Skálholti.
Atti Erlendur GuSríSi ÞorvarSardóttur hins ríka á MöSru-
yöllum Loptssonar, fyrir konu. Fram aS aldamótum
1800 bjuggu afkomendur þeirra aS HlíSarenda ýmist í
karllegg eSa kvenlegg. Fyrir fimtíu árum bjó þar Er-
lendur Árnason merkur maSur og göfugur, viS búi af
honum tók siSan Erlendur sonur hans sem býr þar enn.
í hásuSur frá HlíSarenda eru RauSuskriSur i hérumbil
þriggja enskra mílna fjarlægS. f suS-austur frá HliSar-
enda er Gunnarshaugur, allstór umrnáls. Heima viö bæ-
inn er SámsleiSi þar sem munnmælin segja aS hundur
Gunnars sé heygÖur. Á HlíSarenda var Þorlákur biskup
helgi fæddur, sem mestur hefir veriS dýi'Slingur þjóSar-
innar.
All-langa leiS frá HlíÖarenda er Grjótá, þar bjó Þrá-
inn Sigfússon. Nú er Grjótá lítil jörð og mögur. Um-
hverfis Grjótá er álitiÖ aS Sigfússynir hafi búiS. Vestar-
lega á hlíSinni eru SámsstaÖir, þar bjó Lýtingur á dögum
Njáls, tók hann af lífi Höskuld, son Njáls. Fyrir fimtíu
árum bjuggu aS SámsstöSum Oddur Eyjúlfsson og Erl-
ingur Pálsson. Oddur var á þeirri tíS beztur jarSabóta-
maöur í FljótshlíS, varS hann þar fyrstur manna til aS
hefjast handa og slétta tún sín, og veita vatni á engjar.
HafÖi Oddur á þeim tímum rneira kúabú en flestir aÖrir
og var í öllu hinn mesti ibúhöldur. Sem viSurkenningu
fyrir starfsemi sína í þarfir landbúnaÖarins fékk Oddur
heiSurslaun úr sjóSi Kristjáns konungs IX.; var hann
einn meS fyrstu bændum á íslandi aS fá þau verSlaun.
Erlingur á SámsstöSum var faSir Þorsteins skálds, en
bróSir Ólafs Pálssonar í HlíSarendakcti. ÞuríSur var