Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 56
54
hafa drukkiÖ í sig anda þessara sagna. Hér kann fólkitS
langa kafla úr Njálu og lifir i endurminningum þeirra viÖ-
burða, er hún greinir. Hiér voru mestir lagamenn í land-
inu fæddir og uppaldir; þeir menn, sem grundvöll lögðu
undir löggjöf þjóðarinnar og komu þingi á stofn 930.
Hrafn Hængsson var fyrstur lögsögumaBur á íslandi, og
hélt því embætti í tuttugu sumur. Þá var og MörÖur
Gýgja, annar frægur lögsögumaSur og allsherjargoöi.
Segir sagan að þau þing hafi verið kölluð “Lokleysuþing,”
sem hann ekki kom til. Vafalaust var hann einn af aðal
stofnendum hins forna alþingis. Hér minnast rnenn
einnig Njáls Þorgeirssonar, sem að áliti sagnfræðinga var
fæddur þetta merkilega ár 930. Um hálfrar aldar skeið
var hann mestur lagamaður landsins og upphafsmaður
að stofnun hæstaréttar í landinu. Þá eru þeir og kunnir
af sögum Þórhallur Ásgrimsson og Skapti Þóroddsson,
sem allir fræðimenn vita að voru mestir lögmenn sinnar
samtiðar. Hingað verða allir sannir íslandsgestir að korna.
Hér með er þá lokið lýsingu höfundar á þessum sveit-
um, en hann getur ekki slitið sig frá þessu undurfagra
umhverfi. Hann hvilir enn á Rauðuskriðum hugfang-
inn af fegurð náttúrunnar, endurminningar liðinna alda
og æsku ára hans sjálfs halda honum kyrrum. Hann sér
í anda Gunnar snúa aftur á hólmanum, sem enn ber nafn
hans, en Kolskegg ýta frá Eyjarsandi. Hann sér Kára
Sölmundarson ríða upp með Markarfljóti til bæjar Björns
í Mörk. Hann sér Sigfússonu með vopnurn í Þríhyrn-
ingshálsum. Hann sér Skarphéðinn ganga inn í bæinn
á Bergþórshvoli með þeim ógleymanlegu ummælum:
“Vel má ek gera þat til skaps föður míns at brenna inni
með honum; því at ek hræðumst ekki dauða minn.” Hann
sér öldunginn djúpvitra leggjast ti! hvíldar í sæng’ sinni í
þeirri fögru trú “at Guð er miskunnsamr, ok mun hann
oss eigi láta brenna bæði þessa heims ok annars.” Iiann