Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 61
59
Tveir clagar voru það einkum, sem háðu reglulega orra-
liríð á Recl Deer Point þetta sumar. Það voru þeir
gömlu hólmgöngu starrarnir 17. júní og. 2. ágúst, sem
nokkrum árum áður höfðu barist í Wlinnipeg um hefð
þá að vera kjörnir íslendingadagar. — Eg hafði bygt hús
mitt 6 fet yfir vatnsflöt árið igoo þegar eg flutti þangað.
Get þess til að sýna mönnum hvað vatns hækkunin varð
mikil á þessu tímabili, 17. júní 1902 var hvass norðan
stormur, honum fylgdi lamviðris rigning, vatnið hækkaði
óðum og veðurhæðin óx eftir því sem leið á daginn, stór-
boðaföll veltust yfir mýrina fyrir neðan húsið. Klukkan
6 um kveldið var vatnið/ farið að renna inn í húsið. Frá
því til kl. 11 um kveldið hækkaði vatnið svo að stólar og
fleira flaut í stór-sveiflum aftur og fram um húsið. Þá
voru þau gestir hjá mér Jón J. Samson og kona hans og
börn. Og veit eg að, þau muna eftir þessari óyndis nótt,
sem þau áttu þá í hreysi mínu. Við setturn rúmin upp á
stóla, þar hníptu konur okkar og börn, en við Jón ösluð-
um vatnið upp að knjám á húsgólfinu. Veðrið lægði kl.
12 um nóttina og fjaraði vatnið svo út að það stóð við
þröskuldinn á húsinu næsta morgun. Svona var íslend-
ingadags hátíðahaldið hjá okkur Jóni mínum Samsyni 17.
júní sumarið 1902 og hefir mig aldrei furðað neitt á því
þó Jón hafi ekki haldið upp á 17. júní sem þjóðminningar-
dag Islendinga. Daglæti 17. júní höfðu kunngert okkur
það að við hefðum ibygt of nærri vatninu. Færðu því
nokkrir hús sin og bygðu þau á hærri grunn. Annar ágúst,
þetta sama sumar, gekk lítið vægar um bygð okkar ís-
lendinganna á Red Deer Point, en keppinautur hans 17.
júní. Geta má þess að yfir það engi, sem var veltijiurt
sumrinu áður, var þetta sumar siglt á seglbátum og margir
bundu þá hyttu við húsdyrnar hjá sér. Víst voru það
þessi stórflóð frá vatninu, sem skutu mönnum skelk í
bringu og deyfðu vonir þeirra um framtíð sína á Red