Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 62
60
Deer Point. VeÖráttan batnaÖi þegar leiÖ á sumarið svo
allir náðu upp nægum heyforða fyrir skepnur sínar.
Þrátt fyrir þessi áminstu flóð og hnekki, sem af þeim
hlutust, höfðu allir, sem þar bjuggu nóg til lmífs og skeiö-
ar fyrir skyldulið sitt, og yfirdrifin hey fyrir skepnur
sinar. Hey, mat og eldivið skorti engann á Red Deer
Point. Og hefðu víst ekk svarað spurningum manna um
líðan sina þar eins og karlinn forðum, 'lað sig hefði
aldrei skort neitt í búskapnum nema þetta þrent, hey, mat
og eldivið.” Árið 1903 töldust 37 íslenzkar fjölskyldur
búsettar á þessum tanga, það ár voru þær flestar. Eftir
það fór þeim fækkandi, vatnabygðirnar svonefndu i Sas-
katchewan voru þá aö hyggjast. Stefndi þá hugur sumra
tangabúanna þangað til landnáms og sýna þættirnir, sem
hér fylgja á eftir, hverjir þeir voru, sem þangað fluttu
úr þessari bygð.
Lestrarfélag myndaðist í bygðinni þau árin, sem flest-
ir bjuggu þar, en þegar burtflutningar fólks úr bygðinni
hófust, leystist það upp. Frá þessu ári til 1907 fluttu
margir burt af tanganum flestir til Sask. Nokkrir fluttu
til bæjarins Winnipegosis og hafa búið þar siðan. Það
er hvorki ætlun mín né geta að minnast allra atvika í
sögu okkar íslendinga, sem bjuggu og búa enn á Red
Deer Point, vil þó ekki ganga fram hjá Jnú þegjandi að
geta þess að öllum, sem búið hafa á þessum tanga hefir
liðið J)ar vel að flestu leyti, þegar þess er gætt hvað efna-
lega allslausir flestir af þeim voru þegar þeir flutt-
ust þangað fyrst. Nú hafa þeir alið upp stóran
hóp af myndarlegum sonum og dætrum, sem allstaðar
munu sóma sér vel meðal þjóða J)essa lands. — Þá skal
minnast helztu íslendinga, sem hafa heimsótt okkur síðan
við fluttum hingað.
Prestar.
Séra Oddur Gíslason kom hingað til bæjarins árið