Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 64
«2
af því. -Bygð íslendnga áRed DeerPoint varmest í town-
shiip 32-33 sama range. Þar var bygt skólahús árið 1917
og hefir skólakensla verið starfrækt þar meir og minna
árlega síðan þó tiltölulega fáir af þeim, sem þar hafa búið
hafi tekið þar heimilisrétt á löndum, þá hafa þeir, sem þar
búa nú borgað skatt af öllum afnotum þar fyrir mörg
undanfarin ár. Á Red Deer Point Ibúa nú 6 íslenzkar
fjölskyldur. Manntal þar nú 36. í mörg undanfarin ár
hefir vatnið lækkað árlega, svo nú 2 næstliðin sumur hefir
verið þeyst yfir tangann á bilum, þar sem siglt var á segl-
bátum árið 1902. Þegar þetta er skrifað munu um 300
íslendingar lifa hér í bænum Wjnnipegosis og í nágrenn-
inu.
Þórður Jónsson. Hann er sonur Jóns Sæmundssonar
frá Fossi i Kjós í Kjósarsýslu og Sesselju Sigurðardóttur
frá Skauthólum á Kjalarnesi. Þau hjón bjuggu eitt sinn
að Iiaukagili i Húnavatnssýslu. Kona Þórðar er Guð-
björg Guðmundsdóttir frá Káraneskoti í Kjósarsýslu.
Þau hjón fluttu til þessa lands 1887 og settust fyrst að í
Nýja íslandi og bjuggu þar nokkur ár. Fluttu þaðan
til Selkirk og voru þar um nokkur ár. En áriö 1897
fluttu þau hingað til Winnipegosis. Þórður var vanur
fiskveiði á yngri árum heima á fsandi og hefir jafnan
stundað þá atvinnu síðan hann kom til þessa lands. Hann
mun hafa veriÖ fyrsti íslendingur, sem flutti hingað í því
augnamiði að stunda hér fiskveiði, enda gerði hann þessa
atvinnu að aðalstarfi sínu þau ár, sem hann bjó hér. Kona
hans hefir töluvert stundað yfirsetukonu starf og hjúkrun
og jafnan hepnast þau vel. Börn þeirra, sem nú lifa eru
þessi: Guðfinna, gift enskum manni, Duncan Kennedy,
eru nú búsett í Dauphin hér i Manitoba; Ingibjörg, gift