Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 69
67
vinur og fór vel meÖ allar skepnur. Hann keypti 160
ekrur af landi hér skamt frá bænum, -bjó þar aÖ vetrar-
laginu en vann oft á sumrin hér i bænum viÖ smíÖar.
Selcli þaö land Guðmundi bónda Egilssyni og flutti þá
hingað og var hér eftir það, Hann dó úr kraíbbameini 6.
júlí 1918 og þótti mörgum hér stórt skarð vera höggvið
í hóp okkar íslendinga við fráfall hans. Þorkell var vel
greindur maður, en fremur fálátur og dulur við fyrstu
kynning, en þegar menn kyntust honum var hann jafnan
glaður í viðmóti og skemtilegur í viðræðum. Hann var
manna orðheldnastur og heimtaði það af öSrum. Öll
framkoma hans lýsti því að hann væri af góðu bergi brot-
inn og hefði fengið gott uppeldi í ungdæmi sínu. Því
miður er mér ókunnugt um ætt hans, veit það þó með
vissu a8 hann var albróðir konu E. H. Kvaran, rithöf-
undar og skálds.
Sigurgeir Jónsson var ættaður frá Torfufelli í Eyja-
firði, Fluttist mjög snemma á landnámstíö íslendinga til
þessa lands, var mörg ár í Nýja íslandi áður en hann kom
hingað til Winnipegosis. Hann var bróðir Jóhanns bónda
á Bólstað í Nýja íslandi. Hingað mun hann hafa komið
1897 og var um tíma á Robinson Point, tanga, sem skagar
norðaustur úr Red Deer Point um 20 mílur hér norður
frá bænum. Sigurgeir var þar í nábýli við Búa Jónsson,
ýnefndan hér að framanj. Stundaði fiskveiði og hafði
oft noldcra nautgripi. Giftist aldrei. Hann var greindur
maður að eðlisfari; skrafhreifinn og glaður í viðmóti og
greiðugur. Plann dó 1920.
Björn Sigurðsson Crozvford. Fæddur á Kambi í
Króksfirði í Barðastrandarsýslu. Foreldrar Sigurður
Sakaríasson og Ragnheiður Björnsdóttir, þá búandi á
Kambi. Björn ólst upp með þeim til tvítugs aldurs. Fór