Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 75
73
greind og félagslynd, enda haft á höndum ýms störf fyrir
félagsmál fslendinga í þessari ibygÖ, var forseti þjóð-
ræknis deildarinnar Hörpu og er nú forseti kvenfélagsins
Fjallkonan og forseti lúters'ka safnaðarins hér í bæ, og
hefir farist öll sú formenska vel úr hendi. Gunnar og
kona hans hafa eignast 9 börn, 2 dóu i fyrstu æsku. Hin
eru þessi: Óskar Gunnar, giftur Petronellu Björnsdóttur
Sigurðssonar ('Crowford^, þau eiga 2 börn ung og búa
hér í bænum, eiga gott heimili. Óskar er rnikill dugnaðar-
maÖur og góður drengur. Stundar fiskveiði. Þau eru
myndarhjón. Jórína Auður, gift Halldóri Stefánssyni
Halldórssonar frá Volaseli í Lóni i Austur-Skaftafells-
sýslu, þau búa hér i bæ og eiga hús og lóS. Halldór
stuftdar fiskveiði. Þau eiga 5 börn. Myndarleg fjöl-
skylda. Skarphéðinn Kjartan, giftur Helgu Jónasdóttur
Pálssonar frá Norðurreykjum í Hálsasveit i Borgar-
fjarðarsýslu, píanó-spilara og kennara í Winnipeg. Skarp-
héðinn hefir unnið fyrir Canada Northern járnbrautar-
félagið sem stöðvarstjóri að undanförnu. Þau hjón eiga
3 börn. Stearne Jónas, giftur konu af enskum ættum.
Þau ibúa hér í bænum. Eiga hús og lóð. Hann stundar
fiskveiði og er duglegur maður. Þau eiga 2 börn. Björg
Margrét, gift manni af þýzkum ættum, La Verna Hawn,
þau eru búsett hér í bænum, eru barnlaus. Svafa FriSrika
og Guðrún Þyri ógiftar.
Ólafur Jóhannesson er fæddur í Blönduhlíð í Hörðu-
dal i Dalasýslu 20. febrúar 1858. Foreldrar hans Jó-
hannes Grímsson og Herdís Sigurðsdóttir, hún var komin
af hinni fjölmennu Dunkár ætt þar í Breiðafjarðar-döl-
um. Jóhannes og Herdís bjuggu mestan sinn búskap i
Blönduhlíð og þar ólst Ólafur upp fyrstu æskuár sín.
Ólafur var ungur þegar móðir hans dó og ekki löngu
seinna dó faðir hans. Ólst hann þá upp hjá vandalausu