Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 89
87
uðu hér mjólkursölu. Karítas dó 4. febr. 1927, var merk
kona og vel metin. Jónas á heima hér í Winnipegosis.
Auffur Grímsdóttir, fædd 1844. Hún var alsystir
þeirra mörgu og merku GrímsstaSa-systkina, sem kend
eru við Grímsstaði i Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu.
Auður var tvígift. Fyrri maður hennar hét Jörundur
Sigmundsson, þau bjuggu að Búrfelli í Ffálsasveit í Borg-
arfjarðarsýslu, þar dó Jörundur. 'I'vær dætur þeirra eru
giftar konur í þessu landi, Guðrún Helga, kona Gunnars
Friðrikssonar bónda hér í Winnipegosis og Bjöi'g, gift
Stearne Tighe. Hann er stöðvarstjóri hjá C.N.R. járn-
brautarfélaginu. Seinni maður Auðar var Þórður Gunn-
arsson, ætt hans mér ókunn, Þórður og Auður bjuggu að
Búrfelli. Fluttu iþaðan til þéssa lands árið 1882 og sett-
ust að í islenzku bygðinni norður af bænum Gardar, N.
Dak, þar dó Þórður. AuSur fluttist til Red Deer Point
[901 með tveim börnum sínum af síðara hjónabandi, þar
bjó hún rúm 2 ár. Hlún dó þar í bygð 181. febrúar 1903.
Auður var mesta merkiskona. Börn hennar og Þórðar
eru þessi: Kristín, kona Gunnars Guðmundssonar bónda
nálægt Wynyard, Sask. Þau bjuggu hér i bænum fyrstu
búskaparár sín, Þórður, giftur og býr þar vestur frá.
Guðmundur Egilsson er fæddur í Hákoti í Þykkvabæ
í Rangárvallasýslu 26. júlí 1859. Foreldrar Egill Gíslason
og Margrét Guðmundsdóttir. Guðmundur ólst upp í Há-
koti hjá Vigfúsi Guðmundssyni móðurbróður sinum.
Giftist áriS 1884 Katrinu Magnúsdóttur Einarssonar og
konu hans Helgu Stefánsdóttur frá Stöðulkoti í sömu
sveit. Guðmundur og Katrín bjuggu 8 ár í Hávarðarkoti
í sömu sýslu. Fluttust þaðan til Ameríku árið 1893, og
settust að i Hallson-bygðinni i Norður Dalcota og voru
þar til ársins 1901 að þau fluttust til Red Deer Point við