Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 99
97
Sköruvík. Ágúst og kona hans bjuggu 7 ár í íslenzku
bygðinni á Red Deer Point, og var heimili þeirra nefnt
Hóll og mun gamla konan Aðaibjörg móðir Ólafar hafa
nefnt hemili þeirra svo fyrst manna, eftir fæ'ðingarstað
sínum Hóli á Hólsfjöllum. Frá Hóli fluttu þau að öðru
nýbýli þar í bygð, sem heitir Dundur, og þaðan hingað
til bæjarins, og eiga hér myndar heimili. Ágúst er mikill
starfsmáður og hirðusamur um heimili sitt og reglumaður
í hvívetna. Þau hjón hafa húið vel að öllu leyti.
Eyjólfur Byjólfsson Vímn. Fæddur 4. október 1855
á Ósi i Steingrímsfirði i Strandasýslu, foreldrar Eyjólfur
Sigurðsson á Bólstað í sömu sveit og Guðný Gisladóttir á
Ósi. Föður-ætt Eyjólfs er hin alkunna Skóga-ætt undir
Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu. Eyjólfur yngri ólst upp
hjá þjóðhaga smiðnum Einari Gíslasyni á Sandnesi í Stein-
grimsfirði til 18 ára aldurs. Fluttist þaðan vestur í ísa-
fjarðarsýslu og vann þar að ýrnsum störfum til sjós og
lands, flutti þaðan til Fáskrúðsfjarðar í Suður-Múlasýslu
og tókst þar á hendur póstafgreiðslu í fyrsta pósthúsi
þess héraðs. Árið 1900 fluttist hann til þessa lands,
dvaldi 1 ár í Winnipeg fór þaðan vestur í Sask. og var
3 ár þar, fluttist til Red Deer Point 1905 og er þar enn.
Eyjólfur er mikill 'bókavinur, sérlega fróður og minnug-
ur, greindur og skemtilegur í viðræðum og prýðilega
skáldmæltur. Margt á hann af gömlum og nýjum fræð-
um til að skemta með gestum þeim, sem aS koma til hans,
og víst myndi það taka lengur en gestanæturnar þrjár, að
skoða til hlýtar allan þann fróðleik, sem Víum á í fórum
sínum.
Guðmundur Guðmundsson er fæddur árið 1873 á
Sámsstöðum í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Guðmund-
ur Guðmundsson og Guðnún Einarsdóttir þá búandi hjón