Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 100
98
þar. GuÖmundur ólst upp í fööurgaröi til ársins 1898
fluttist þá til þessa lands, var 1 ár í Winnipeg, kom til
Winnipegosis 1899 vann við fiskveiði hjá Búa Jónssyni
í 2 vetur. Síðan hefir hann stundað þá iðn á eiginn
reikning og telur nú 30 vetrar-vertíðir, sem hann hefir
fiskað á þessu vatni og 11 haust-vertíðir. Hann hefir
ekki gifst eða verið við konu kendur. Á gott hús hér í
bænum og eina bæjarlóð þvi tilheyrandi, en á öðrum staS
innan bæjarlínu, á hann 14 ekrur í einni spildu. Fullur
þriðjungur af því hefir stundum verið akur, hitt skógur.
Guðnnmdur er greindur vel og sannkallað valmenni.
Magnús Jónsson er fæddur i Þorlaugargerði i Vest-
mannaeyjum. Foreldrar hans Jón Árnason og Þuríður
Oddsdóttir. Fluttist þaðan til Reykjavíkur þegar hann
var 4 ára gamall og var þar í 22 ár, fluttist þá til þessa
lands. Kom hingað í 'bygð 1905, hefir verið hér síðan.
Hann hefir aldrei giftst, á heimili hér í bænum. Atvinna
hans er fiskveiði. Magnús unir við sitt og er afskifta-
laus um annara hagi.
Þorsteinu Þorbergsson. Mér er sagt að hann hafi ver-
ið ættaður af Rangárvöllum. Hvaða ár hann kom til þessa
lands er óvist. Til Red Deer Point mun hann hafa kom-
ið nálægt 1912 þó er það ekki alveg víst, en heimili hans
var þar þau ár, sem hann lifði hér. Hann stundið fisk-
veiði á vetrar-vertíðum, en vann oft við fiskflutning eftir
vatninu á haustin, og við það starf fell hann útbyrSis af
flutningsbát, sem verið var að afferma hér við bæinn 18.
september 1922 og druknaði. Nú hvílir hann hér í bæj-
argrafreitnum ásamt mörgum samlöndum sínum, þar sem
flestra æfisaga endar.
Elís Magnússon var fæddur á Kaldárbakka í Kol-