Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 115
113
Winnipegosis og vinnur hér á sögunarmylnu í félagi viÖ
frænda sinn, aí5 fiskikassa smiÖi.
Haraldur Erlendsson er fæddur 19. janúar 1889
Gar'ðar, NorÖur Dakota. Foreldrar hans, Erlendur
Pálmason frá Ytragili í Langadal í Húnavatnssýslu og
Guðríðar Árnadóttur Sigurðssonar frá Starrastöðufn í
Skagafirði. Iiaraldur er tvígiftur, fyrri kona hans var
Jorunn Stefánsdóttir Sigurðssonar, kaupmanns að Hnaus-
um, Man. og konu hans Valgerðar Jónsdóttur. Jórunn er
dáin fyrir mörgum árum. Seinni kona hans er Unnur
Pálsdóttir Jónssonar Pálssonar, hann ættaður úr Breið-
dalnum í Suður-Múlasýslu, móðir Páls föður Unnar var
Jórunn Jónsdóttir Indriðasonar, bónda á Fornastöðum í
Fnjóskadal. Kona Páls, móðir Unnar, Ólína Hallgríms-
dóttir Ólafssonar Gottskálkssonar og konu hans Sigríðar
Jónsdóttur Bjarnasonar frá Veturliðastöðum í Fnjóska-
dal. Haligrímur og Sigríður bjuggu mörg ár í Fremsta-
felli í Köldukinn í S.-Þingeyjarsýslu. Haraldur og kona
hans fluttu hingað til bæjarins fyrir 5 árum og hafa búið
hér síðan. Iðn Haraldar hér í bæ hefir verið sú að gera
við bifreiðar. Þau eiga 4 börn.
Páll Bjarnason. Foreldrar hans Bjarni Pálsson, þing-
eyingur og kona hans Ólína Jóhannsdóttir Schaldemose
frá Nýlendu á Höfðaströnd. Kona Páls er Guðrún
Magnúsdóttir Eggertssonar frá Flatey á Breiðafiröi og
konu hans Petrínar Stefánsdóttur frá Arney á Breiða-
firði. Páll bjó hér í bænum nokkur ár atvinna hans hér
var fiskveiði. Þau hjón fluttu héðan til Winnipeg og búa
þar nú.
Ásgeir Halldórsson, ættaður úr Stykkishólmi við
Breiðafjörð. Foiældrar hans Halldór Einarsson bróðir