Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 121
119
Gunnar Guðmundsson ættaður úr Vogunum í Gull-
bringusýslu, lcona hans Kristín ÞórÖardóttir Gunnarsson-
ar og konu hans AuÖar Grimsdóttur frá Búrfelli í Hálsa-
sveit í BorgarfjarÖarsýslu. Þau hjón bjuggu hér í bæn-
um fyrstu búskaparár sín, fluttust héÖan til Wynyard,
Sask og búa þar nú.
Sveinbjörn Arnason sonur Árna Sveinibjörnssonar og
Ólafar Jónsdóttur frá OddsstöÖum í Lundareykjadal í
Borgarfjarðarsýslu og kona hans María Bjarnadóttir frá
Langholti við Hvítá í sömu sýslu, fluttu til Red Deer
Point en bjuggu þar ekki lengi, fluttu þaðan hingað til
bæjarins, keyptu hér bæjarlóð, bygðu hús hér, en seldu þá
eign s'kömmu síðar og fluttu þá til Winnipeg. Sveinbjörn
er trésmiöur að iðn. Bæði voru þau hjón greind og
skemtileg í viðræðum og gestrisin.
Jón Jónasson Samson, sonur Jónasar Jónssonar al-
þingismanns Samsonssonar frá Keldudal í Hegranesi í
Skagafirði og kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir frá Búð
í Þykkvabæ i Rangárvallasýslu. Fluttu til Red Deer
Point 1902 og bjuggu þar fá ár, stunduðu kvikfjárrækt.
Fluttu þaðan til Winnipeg, þar hefir Jón gegnt lögreglu-
störfum um mörg ár og jafnan hlotið lof fyrir alla sína
framkomu við þau vandastörf. Jón er í fylsta skilningi
merkur maður og góður drengur, svo er og 'kona hans.
Samson Jónasson Samson, bróðir Jóns talinn næst hér
á undan, kom til nefndrar bygðar með bróður sínum og
var þar um tíma. Flutti þaðan til Wlinnipeg og gegndi
þar sömu störfum og bróðir hans. Gætinn maður og
gegn.
Stemgrímur Hallgrímsson Hall frá Fremstafelli í