Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 156
Í54
ir ur'Öu fyrir útlátum, er helzt a<5 finna í dómsbókum frá
þeirri tíÖ.
MLJ-NNMÆLASÖGUR, sem sagÖar hafa verið mér
og eg veit ekki hvaÖ ábyggilegar eru.
Mér hefir veriö sagt að sá, sem varið hafi Jón smið,
hafi heitið Bæring og átt heima á Víghólsstöðum i Dala-
sýslu, meira veit eg ekki um það.
Smásaga, sem mér var sögð heima á íslandi er svona:
Jón var spurður að þvi í samkvæmi (Tiklega hress af víni
þá.J : Hvernig fórstu að opna lásana á járnunum, Jón?
Hafi hann þá svaraö að það hefði nú verið auðvelt, hann
hefði gjört það með pennahnífnum sínum. Nú hvar
gast þú geymt hann, þegar þeir færðu þig úr öllum fötun-
um og leituðu svo nákvæmlega í þeim, að þeim gat ekki
yfirsést? Þá hafi Jón átt að segja: Já það lá nú við að
eg kæmist þá í hann krappann, en þegar eg komst að þvi,
hvað ske skyldi, gat eg haft hönd á honum og komið hon-
um fyrir í bakskorunni á mér. Þar geymdi eg hann á
meðan leitin fór fram. Þar datt þem ekki í hug að leita.
Aths.: í alrnæli var aö hann hefði fengið hjálp frá
séra Magnúsi tegndaföður sínum, sen: álitinn var fjöl-
Icunnugur, eftir þeirrar aldar trú. Én hvort Jón hefir
búiö til pennahnífssöguna, til að fríja tengdaföður sinn,
sem þá var á lífi, frá galdragrunsemi, er ekki gott að
segja, eg legg engan dóm á þaö. fMeira hefi eg ekki að
segja um þettaj.
Blaine, Wash. 12. sept. 1928.
• S. Bárðarson.