Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 159
157
upp vicS bergið, en eg kleif upp á axlirnar á honum, og
stóð þá heima að eg náði með höndunum upp á syllu-
brúnina og gat sveiflað mér upp. Töluðum við svo um,
að hann biði barna og tæki á móti mér, er eg kæmi ofan
aftur. Þegar eg var búinn að ná eitthvað milli tíu og
tuttugu fuglum, batt eg bá saman í kippu með snæri og
ætlaði að kasta beim ofan í urðina. Vaið mér fyrst litið
ofan fyrir og sá eg bá hvar Halldór sat á rákinni. En
begar eg var tilbúinn að kasta fuglakippunni, lá hann
niðri í urðinni; hann hafði hrapað meðan egvarað binda
fuglana saman.
Mér varð fyrst fyrir að hugsa um, hvernig eg ætti að
komast ofan. Leysti eg fuglana úr snærinu og kastaði
beim ofan. Síðan batt eg snæiið utan um stóran stein,
sem lá á syllunni; náði bað rétt utan um steininn. Eg hafði
sterk ofin axlabönd. Tók eg bau af mér, hnýtti bau
saman og batt beim síðan í snærið. Þau náðu fram af
brúninni. Rendi eg mér niður eftir beim, eins langt og
bau náðu, en varð að sleppa áður en eg gat náð fótfestu
á rákinni. Gekk mér vel að komast niður, en axlaböndin
urðu eftir.
Þegar eg kom ofan í urðina til Halldórs, var hann
rænulaus. Eg vonaði að hann væri dáinn. Ekkert sást
á honum annað en bað að gat hafði höggvist á höfuðið.
Hann fékk meðvitund aftur innan skamms. Þreifaði
hann bá upp til höfuðsins og bað guð fyrir sér, er hann
sá blóð á hendinni. Það var ekki um neitt annað að
gjöra fyrir mig en skilja hann eftir barna og að fara heim
eftir mannhjálp. Fór eg bangað sem vaðirnir voru og
las mig upp, tók heátana og reið heim. Varð eg að sund-
ríða Skeiðará á tveimur átöðum. Klukkan mun hafa verið
um tvö begar eg skildi við Halldór, en sex var hún, begar
eg kom heim. Var brugðið við átrax um kvöldið og farið
að sækja hann. Um nóttina var sigið, og var hann fluttur
heim um morguninn. Hann lifði viku eftir að hann
hrapaði, en var oftaát meðvitundarlaus.
Axlaböndunum var náð, begar Halldór var sóttur.
Voru bau bar til sannindamerkis um að eg hefði komist
upp á sylluna og notað bau til bess að komaát ofan aftur.