Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 166
164
Þorska-aÓall.
Herra Butler, þingmaður frá Suður-Karólínu í öld-
ungadeild Bandaríkja þingsins, komst svo að orði í ræðu,
er hann hélt 6. júlí 1850: “Oss mun þykja það nokkuð
furðulegt, ef vér þurfurn þorska-aðal til þess að halda
oss í skefjum”. Með orðinu þorska-aðli átti hann við
hina nokkuð yfirlætisfullu, leiðandi íbúa Massachusetts
ríkisins, sem höfðu auðgast af þorskveiðum í Atlants-
hafinu og voru svo upp með sér út af því. að lýti þóttu
að. Nú á dögum þýða þessi orð nákvæmlega það sama
og frönsku orðin nouveau riche, og fylgir þeim fyrirlitn-
ing fyrir uppskafningshætti fólks af lágum stigum, sem
skyndilega hefir orðið ríkt og lætur óþarflega mikið á því
bera.
Sólin er prýði himinsins, býflugan er prýði lótus-
lundarins. sannleikurinn er prýði ræðunnar, gjafmildi er
prýði auðsins, vinsemdin er prýði hjartans, ástin erprýði
vorsins, málsnild er prýði mannfundanna, en allra prýði
er siðsemin,--Endarprent.
Það ómar minni ungu sál
sem unaðssöngur,
lífi mínu ljómahringur,
að lifa fæddur íslendingur.
Ríkar'Sur Jónsson.
Sá hávitri kóngur Salómon, einhver náttúrunnar
skynsamasti skoðari og náttúrunnar sannasti heiðrari,
kynni máske sýnast talað hafa móti skynsemi og náttúru,
þegar hann lét þau orð sér um munn fara, er skrifuð
standa í hans prédikunar bókar 9. kapít., svo hljóðandi:
“Til að hlaupa hjálpar ekki fljótur að vera.
Til bardaga hjálpar ekki sterkur að vera.
Til ríkdóms hjálpar ekki útsjónarsamur að vera
— heldur er þetta alt komið undir tímanum og
lukkunni”. Úr gamalli ísl. kroniku.