Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 52
50
Landnemi, N.V. 13.
Sigurjón ÞórSarson. — Faðir bans var Þórður
bóndi í Flöguseli í Hörgárdal, Jónssonar bónda á
Einhamri í sömu sveit. Bróðir Jóns á Einhamri
var Páll faSir Wilhelms, fylkisþingmanns í Sask..
Móðir Sigurjóns var Rósa, dóttir Þorláks og Hólm-
fríðar, er bjuggu að Platagerði í Norðurárdal í
Skagafjarðarsýslu. — Kona Sigurjóns er Anna
Jónsdóttir bónda á Þverá í Skíðadal, Guðmundsson-
ar bónda á Ingveldarstöðum í Svarfaðardal. Móðir
Önnu var Belga Hjálmsdóttir og Þórnýjar. En
móðir Jóns á Þverá var Guðrún Magnúsdóttir
prests á Tjörn í Svarfaðardal, Einarssonar. Við
dánarfregn séra Magnúsar á Tjörn kvað séra Jón
Þorláksson hið snildarfagra erindi:
"Nú grætur mikinn mög
Mínerva táragjörn.
Nú kætist Móría mjög,
mörg sem á dárabörn..
Nú er skarð fyrir skildi,
því nú er svanurinn nár á Tjörn.''
Þau Sigurjón og Anna giftu sig 1889. Eftir
það bjuggu þau á Efsta-Samtúni í Glæsibæjar-
hreppi, þar til þau fluttu til Vesturheims 1893.
Settust þau þá strax á þetta land, er þau, nefndu
Nýhaga. Biörn þeirra eru: 1. Þórný, gift J. Mc-
Kramer, hóteleiganda í Vancouver, B. C; 2. Ólaf-
ur Tryggvi; 3. Signý, gift H. Stuart, af enskum
ættstofni; 4. Jóhannes; hann býr nú á móti föður
sínum á hans landi. Land hefir hann tekið í fljóts-
bygð (S.W. 18-22-4E.), sem hann starfrækir með
heimalandinu. — Kona Jóhannesar er Þuríður Jón-
ína Daníelsdóttir, Daníelssonar, Sigurðssonar. Móð-
ir hennar er Guðrún Magnúsdóttir. En móðir Dan-
iels föður Þuríðar var Guðný Sigmundsdóttir. —
Daníel Sigurðsson var lengi póstur milli Reykjavík-
ur og Akureyrar. Þótti hann skara fram úr flest-
um að hreysti og áræði. Var því oft við brugðio