Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 37
Almanak
32. ár.
WINNIPEG
192 £.
NÝJA ÍSLAND 50 ÁRA.
Þaö veröa ætíð talin, þegar tímar líða, all-merk tíma-
mót í landnámssögu íslendinga hér í landi, ári'ð 1925, því
þá voru 50 ár liðin síöan fyrsti hópur íslenzkra manna
fluttist búferlum til VTestur-Canada og nam land og
bygöi héraö það, sem síðan hefir borið nafnið Nýja ís-
land, eins og kunnugt er. Þegar fram á áríð leið, fóru
héraðsbúar að hugsa um það, hvort eigi þæri þeim að
efna tij hátíðarhalds til minningar um þann atburð og
varð það að samþyktum með þeim, að það skyldi haldið
laugardaginn 22, ágúst á Gimli, þar sem fyrstu frum-
herjarnir stigu á land_2I. október 1875.
Þó undirbúningstíminn væri nokkuð knappur, þá
var sú bót í máli, að héraðsbúar höfðu skipað þá menn
úr sínum hópi þar til forstöðu, sem báru það eitt fyrir
brósti, að búa svo itndir að hátíðin yrði héraðinu til
sæmdar, og það hepnaðist vel. Munu allir þeir, sem
til Gimli sóttu 22. ágúst 1925, lúka upp einum munni
um það, að minningarhátíð þessi hafi verið sú lang-
tilkomumesta, sem íslendingar hafa stofnað til í þessari
heimsálfu. Forsjónin lagði einnig til þessa hátíðarhalds
einn þann yndislegasta sumardag, sem hún á til í eigu
sinni hér uppi á sléttunum, miðja vega rnilli úthafanna
miklu, og sem varpaði svo miklum ljóma. yfir hátíðar-
haldið, landnámsmennina aldurhnignu og afkomendur