Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 39
23
arstöövunum í skemtigarðinn. í bátnum voru heiðurs-
gestirnir, — landnámsfólkiÖ frá 1875, sem hátíöina
sótti. f skemtigaröinum hafÖi nefndin látitS byggja
bjálkakofa, í líking við þá, sem bygöir voru á Gimli
haustið 1875. í kofa þessum voru nokkrar minjar frá
frumbýlingsárunum; þar inni stóðu nokkrir húsmunir,
svo sem rúmstæði, og yfir þaÖ breidd fornfáleg íslenzk
ábreiÖa, görnul kista frá íslandi, eldavél, rokkur; þar
var og koparkolu stungiö í vegg, og í henni dýrafita og
fífukveikur og logaöi þar ljós. Gluggi var þar lítill á
austurhlið og undir honum stóö borö. Iiylla var þar í
einu horninu og á henni tvær eÖa þrjár íslenzkar bækur.
Það er mesta athygli dró af því, sem gaf að hca
þar inni og ekki má gleymast aö segja frá, var háöldr-
uð kona, sem stóö þar fyrir beina, snjóhvít fyrir hær-
um, glaðvær og tíguleg og fróð um margt, er hinir for-
vitnu gestir spurðu að, er laut að landnáminu á þessum
stöðvum. Var hún ein af islenzku húsmæðrunum, sem
fyrir hálfri öld hafði tekið bólfestu i einu af bjálkahús-
unum, sem þá voru reist á þessum stöðvum. Konan
heitir Steinunn Grimsdóttir, og er ekkja Jónasar