Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 54
35
hreinsa hafa samgöngur við hin óhreinsuðu hús, verður heil-
brigðis-vottorð þeirra ónýtt; on þeir menn, úr hinum óhreins-
uðu húsum, er gjöra sig seka í að hafa samgöngur við þá, er
búið er að hreinsa, án þess fyrst að hafa látið hreinsa sig, verða
teknir fastir samkvæmt þartil fengnu lögregluvaldi.
Nægileg áhöld hafa verið send til að hreinsa 6 hús I einu,
og verður því hver byggð að leggja til 6 karlmenn og 6 kvenn-
menn svo að tvennt geti haft umsjón á hreinsun hvers húss.
Verða byggðarbúar að kosta þetta fólk þannig, að laun þess
verða tekin af stjómarláni, og siðan jafnað niður á búendur
í hverri byggð. Ætlast er til að hver fjölskyida hjálpi til aiit
hvað hún getur við hreisunina á sinu húsi, og hjálpi um-
sjónarmönnum verksins bæ frá bæ með hin nauðsynlegu áhöld.
Hið almenna gagn nýlendunnar útheimtir að þessi hreins-
un fari fram, þareð vörðurinn verður annars eklci hafinn, og
svo er hinn góði orðstýr nýlendunnar undir þvi kominn, að
nýlendumenn sýni stjórn og þióð að þeir sjeu viljugir, os
megnugir um sjálfir, að koma heilbrigðis ástandi nýlendunr.ar
I það horf, er álízt nægileg trygging gegn frekari útbreiðslu
bólusýkinnar. — í sambandi við þetta vil eg geta þess, að yfir-
stórnin hefir tilkynnt, að ekki verði um neina atvinnu að
gjöra hjer I nýlendunni, og verði þvi aliir þeir, sem færir sjeu
um að leita sjer atvinnu suður i Manitoba, að gjöra það. —
Er nú nóg verk að fá fyrir karlmenn við járnbraut og kvenn-
fólk I vistum bæði í Winniþeg bæ og annarstaðar I fylkinu.
—Bið eg yður að tilkynna byggðarbúum yðar allt hið ofan-
ritaða, og gjöra nauðsynlegar ráðstafanir með tilliti til að út-
vega duglegt og áreiðanlegt fólk að vinna að hreinsuninni
þegar hún verður byrjuð í byggð yðar. — Ennfremur bið jeg
yður að haga útbýtingu stjðrnarláns matvæla þannig, að þeir
er geta leitað sjer atvinnu fái ekki matvæli jafnt þeim, er ekki
geta farið burt til þess. — peir úr hinum óhreinsuðu hlutum
nýlendunnar, er æskja að fara suður til Manitoba strax geta
það á þann hátt að fara þangað suður, sem venið verður að
hreinsa og látið hreinsa sig með einhverri fjölskyldu, og fá
slðan vottorð læknisins um að það hafi verið gjört. —
Með virðingu
Yðar
Sigtr. Jónasson
pingfráðsstjóri.
Eitt af þeim framfaramálum, sem snemma var
hreyft, var um stofnun fréttablaðs í nýlendunni. Var
hlutafélag myndaÖ og prentsmiSja sett á stokkana i
Lundi við íslendingafljót. Kom fyrsta blaÖiö út xo.