Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 64
45
tugsaldur byrjaði hann þar eystra formensku á fiski-
bát. Þótti aflasæll og heppinn við sjómannsstörf.
Það mun hafa verið á árunum 1877-1878, að hann
fór utan, til Kaupmannahafnar, og var þar tvö ár við
tiésmíðanám. Eftir að hann kom aftur til íslands úr
utanförinni, hélt hann áfram formensku á fiskibátum,
þar til hann fór til Ameríku. — Árið 1883 kvæntist
Sigfús og gekk að eiga ungfrú Guðfinnu Bjarnadótt-
ur, frá Viðfirði í Suður-iMúlsýslu Hún er fædd 10.
júní 18(54 á Sveinsstöðum. Foreldrar hennar voru:
Bjarni bóndi Sveinsson, síðar í Viðfirði, og kona hans
Guðrún Jónsdóttir. Börn þeirra Viðfjarðarhjóna,
Bjarna og Guðrúnar, voru mörg og hin mannvænleg-
ustu; þjóðkunnastur af þeim var dr. Björn Bjarnason
frá Viðirði (f. 3. júlí 1873, d. 18. nóv. 1918), frægur
vísinda- og gáfumaður.
Árið 1888 fluttu þau hjón, Sigfús og Guðfinna,
frá íslandi til Ameríku, og settust þá að í Þingvalla-
nýlendu; þar bjuggu þau til 1894, en fluttu þá norður
að Manitoba-vatni og settust þar að; þaðan fluttust
þau 1897 í Big Point-bygð, og settust að á landi því, er
þau bjuggu á ríðan. — Þegar Sigfús kom til Ameríku,
mun hann hafa haft lítilsháttar efni afgangs af far-
gjaldi. Þrátt fyrir mikla ómegð, jukust efni hans svo,
að hann var orðinn.vel efnaður, áður en hann lézt.
Hann var mikill búsýslumaður; kona hans er og dugn-
aðar- og búsýslukona, og þau samhent. Sigfús var
hagur á smíð að upplagi og hafði lært smíðar, sem áður
greinir, en stundaði þær þó ekki að staðaldri. — Þau
hjón eignuðust 15 börn, 6 eru dáin, en 9 á lífi; eru þau
þessi: (1) Bjarni, bóndi og sjómaður á Gerðis-Stekk
í Norðfirði á ísandi; kcna hans heitir Halldóra Jóns-
dóttir; þau eiga 6 börn á lífi. (2) Björn, kaupmaður
í Langruth; kona hans er Elisabeth Hazeltine, dóttir
Ágústs Polson, verzlunarmanns í Winnipeg, Gunnars-
sonar, Pálssonar. (3) Kárl, verzlunarmaður við verzl-
un Björns bróður síns í Langruth; kona hans er Lillian
Sigrún, fædd Daughton; faðir hennar af þýzkum ætt-