Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 65
46
um, en móðir hennar er af ætt Vorms Bekk á Geita-
skarði í Langadal. (4) Guðmann, bóndi að ísafold P.
0., Man.; kona hans er Björg Pálsdóttir, Árnasonar.
(5) Valdimar, verzlunarmaður í Langruth; kona hans
er Ágústa, dóttir Ág. Polson, Gunnarssonar, verzlunar-
manns i Winnipeg (systir konu Björns bróður hans).
Ó6) Þorbjörg, kona Björns blikksmiðs Hjörleifssonar
í Winnipeg. (7) Guðlaug Vilhelmína, gjaldkeri við
Royal bankann í Langruth, ógift. (8) Helga, gift
enskumælandi manni, John V. Jackson; búa þau á föð-
urleifð Helgu; Guðfinna móðir hennar er þar að búi
með þeim. Báðar þær systur, Guðlaug og Helga, hafa
tekið kennarapróf. (9) Guðrún, til heimilis hjá Þor-
björgu systur sinni í Winnipeg, ógift.
Sigfús var að vallarsýn stór og föngulegur,
mannskapsmaður og á yngri árum sínum glíminn vel.
Hispurslaus var hann og frjálslcgur í orðum og fram-
komu', vel greindur, og kunni mikið af íslenzkum
kvæða-fróðleik, og gat haft yfir heila kafla utanbókar
—þurfti ekki að líta 1 bó'k um það, sem hann fór með,
svo var minnið trútt. — Sigfús var vinfastur maður,
aldrei heyrði eg það á orðum hans, að hann bæri ó-
vildarhug til nokkurs manns. Þeir, sem kyntust hon-
um, báru hlýjan hug til hans, og minnast hans til góðs.
Guðfinna er einnig myndar- og skynsemdar kona, sem
hún á ætt til. — Þau hjón voru gestrisin og gxæiða-
söm og létu mikið gott af séra leiða á margan hátt.
Árið 1917 fór Guðfinna heim til íslands, að finna
son sinn, systkini og frændfólk.
Bjarni Ingimundsson. — Hann er fæddur 22. sept-
ember 1860, í Eyjum í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu. For-
eldrar hans voru: Ingimundur Bjarnason, síðar bóndi
í Ártúnum á Kjalai-nesi, og kona hans Bii-gitta Sig-
ui ðardicttir. — Kona Bjaima, Guðrún Þorsteinsdóttir,
er fædd 11. september 1861, í Nýlendu á Seltjarnar-
nesi.. Hún er systir Ásmundar Þoi-steinssonai-, sem
getið er i þættinum (1924), og þeirra systkina. For-