Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 69
50
lengri eða skemmri tíma: Ásmundur, Guðrún, Guð-
mundur og Vigfús; um Ásmund, sjá Almanak 0. S.
Th. 1924, bls. 76-77. ,— Ásmundur dó 1. júní 1924.
Vigfúsar er getið í Almanaki O.S.Th. 1920, bls. 44.
Bjarni Þorsteinsson Eastman. — Hann er fæddur
14. marz ]860, í Breiðumýrarholti í Stokkseyrarhreppi í
Árnessýslu. Foreldrar hans voru: Þorsteinn Jónsson
og ólöf Guðmundsdóttir. Guðríður Einarsdóttir, kona
Bjarna, er fædd 9. september 1870 í Reykjavík. For-
eldrar herinar: Einar Einarsson og Ragnheiður Þor-
steinsdóttir, ættuð úr Lundarreykjadal. Þau hjón,
Bjarni og Guðríður, komu hingað til lands árið 1892;
giftust 8. apríl 1893 í Winnipeg; séra Jón Bjarnason
gifti þau. Fyrsta árið, er þau dvöldu hér vestra, voru
þau í Winnipeg, og seinni hluta ársins í Argyle-bygð,
en fluttu svo norður til Narrows, Man., byrjuðu þar
búskap og bjuggu þar þangað til 1898, að þau fluttu
hingað í Big Point bygð og hafa búið hér síðan, nema
tvö ár (1902-1904), sem þau bjuggu skamt fyrir norð-
an Westbourne; fluttu þangað flóðárið (1902) vegna
slægjubrests. Manitoba-vatn flæddi þá mjög á lönd-
in norður hér.—Bjarni og Guðríður eru myndarhjón og
hefir búnast vel. Bjarni er verkmaður mikill og hinn
lagvirkasti. Síðan hann kom hingað, hefir hann ver-
ið talsvert riðinn við málefni bygðarinnar, verið oft í
skólanefndinni og um langan tíma í samkomu’húss-
nefndinni, og reyndist þar tillögugóður, skyldurækinn
og framkvæmdarsamur. Hann hefir húsað bæ sinn
og útihús vel og smekklega.
Börn þeirra Bjarna og Guðríðar ei’u: (1) Gest-
ur, á heima í bænum Langruth, stundar þar keyrslu-
vinnu; kona hans er enskumælandi; hún var um eitt
skeið kennari við Big Point skólann. (2) Þorsteinn,
stundar háskólanám. (3) Vilfred, heima hjá foreldi’-
um sínum. (4) ólöf, kona Einars Þiðrikssonar, Ey-
vindarsonar; búa þau nálægt Westbourne. (5) Anna,
kona Eyindar smiðs; hann er bi’óðir Einars, er nú var