Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 83
64
á hús í Westbourne, og býr þar nú einbúi. Hann hef-
ir aldrei kvænst. — Guðmundur er gerfilegur maður,
góður smiður og trúvirkur. Á þroskaárum sínum var
hann afkasta mikill við smíðar. Hann er skynsamur
maður og fróðleiksgjarn. Trygglyndur og vinfastur.
Þórhallur Guðmundsson. — Hann er fæddur 11.
júní 1864 á Rauðabergi í Mýrahreppi í Austur-Skafta-
fellssýslu. Foreldrar hans voru: Guðmundur Pálsson
og kona hans Sigríður Þórðardóttir. — Kona Þórhalls
er Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er fædd 2.
september 1875 á Skálafelli í Borgarhafnarhreppi, í
A.-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru: Jón
Hallsson og Guðrún Einarsdóttir. — Þau hjón, Þór-
hallur og Guðrún Ragnheiður, komu til Ameríku 1902
og fluttu þá hingað í bygð. Þau hafa dvalið hér
lengstum síðan, að undanskildum fáum árum, er þau
kjuggu skamt fyrir norðan Westbourne. Nú fyrir
nokkrum árum hefir Þórhallur keypt land hér í bygð-
inni og býr þar nú. — Þau hjón hafa haft að sjá fyr-
ir þungri fjölskyldu, og komist af til hlítar. Börn
þeirra eru sex: Arnór Ólafur, Gunnlaugur, Kalvin
Sveinberg, Ragnar Adólf, Svafar Bjarmi og GuðrUn
Jósefína.
Jóhannes Baldvinsson. — Hann er fæddur 26. sept.
1866 í Köldukinn í Torfalækjar hreppi í Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru: Baldvin Jónsson og
Helga Jónsdóttir. — Kona Jóhannesar var Sesselja
Helgadóttir. Hún var fædd 27. júlí 1845 á Hrauni í
Skefilsstaðahreppi í jSkagafjarðarsýslu. Foreldrar
hennar voru: Helgi Helgason og kona hans Ingibjörg
Jónsdóttir. Sesselja var tvígift; fyrri maður henn-
ar var Magnús Sveinsson; bjuggu þau síðast á Finns-
stöðum í Vindhælihreppi í Húnavatn'ssýslu; þar and-
aðist Magnús. Þau Jóhannes og Sesselja giftust 1888
b.iuggu á Skaganum í Skagafjarðarsýslu, síðst í Keldu-
vík í Skefilsstaðahreppi. Þaðan fluttu þau til Ame-