Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 85
SAFN
TIL LANDNÁMSSÖGU ISLENDINGA
I VESTURHEIMI.
íslendingar á Kyrrahafsströndinni.
Samið hefir Margrét J, Benedictsson.
II. BLAINE.
Blaine er smábær einn, í norðvestur-horninu á
Bandaríkjunum—norðast í Whatcome héraði, í ríkinu
Washington. Hann hóf tilveru sína árið 1888, var
löggiltur 1891. Talið er, að hann hafi 4,000 íbúa.
Bærinn tekur yfir svæði, sem er kringum þrjár mílur
að lengd og míla og hálf til tvær á breidd.
Útsýni frá Blaine og grendinni.
Að norðan blasa við Vancouver-fjöllin; eru þau
há og hriikaleg, oft hulin þokuhjúp; hæstu tindai’nir
skauta hvítu árið um kring — í flestum árum. Að
austan eru hæðir, en suður af þeim tekur við fjall-
garður í nokkurra mílna fjarlægð. Á þeim fjallgarði
er Baker-hnjúkurinn hæstur ýMount Baker) með si-
hvítan kollinn eins og hvíthærður öldungur. Á sumr-
um sjást á honum svartir hryggir, sem víða teygja sig
upp undir. hettu hans, þó lægðirnar á milli séu fullar
af snjó ár og síð. 'Suður frá Baker gnæfa þrír hnjúkar,
sem nefnast ”iSysturnar”. Þessi fjallgarður liggur
suður alla ströndina; í stöku stöðum ná fell og hæðlr
alla leið ofan að sjó. Utan í einni slíkri hæð stendur
’ ærinn Bellingham, stjórnarsetur Whatcome héraðs.
og telur frá 35,000 til 40,000 íbúa. Aftur eru þessi
fjöll sumstaðar all-langt frá sjó, nema þar sem firðirn