Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 89
70
bjuggu þá eigi all-langt frá Grafton, N. Dak. Hjá
þeim var Guðný í 5 ár, og giftist á því tímabili Pétri
Ó. Lee. Þeir Pétur og Oli voru systkinasynir. Vorið
-888 flutti Oli búferlum vestur að hafi, settist að í
Birch Bay, um tíu mílur frá Blaine, og reisti foú á 40
ekrum, er hann keypti þar. Fáum mánuðum síðar
fiuttu þau hjónin, Pétur og Guðný vestur þangað, og
heyptu 40 ekrur fjól'ar mílur frá-Ola. Fyrsta árið
oru þau til heimilis hjá Óla og Þórunni, en settust
nsosta ár á sitt eigið land. — Á þeim árum var Blaine
að verða til. Ofurlítil verzlun var þá við Birsh Bay—-
fjaiðarfootninn. Þangað sóttu fyrstu landnemarnir i
þvi umhverfi bráðustu nauðsynjar sínar. Þó segir
Guðný, að þeir frændur, og líklega fleiri, hafi orðið
að senda eftir tóbaki til Seattle, og sækja það gang-
andi til Ferndale, um 10 mílur suður þaðan. Póstur
kom til Birch Bay einu sinni eða tvisvar í viku—lík-
lega frá Bellingham, sem þá hét Whatcome, en er nú
stjórnarsetur í Whatcome héraði, og heitir Belling-
ham. Eftir tíu ára veru í Birch Bay kom Guðný fyrst
til bæjar — eða í kaupstað —• og var það til Blaine,
sem þá var í myndun. Svo lítið var þá um gangstétt-
ir, að Guðný segist hafa komist í hann krappan, að ná
þur rum fótum á ráðhús bæjarins, enda var þetta að
vetrarlagi. — Fyrsta veturinn, sem Guðný dvaldi við
Birch Bay, segir hún að hafi verið sá bezti vetur, sem
hún hafi lifað, hvað veðurbliðu snerti (veturinn 1888-
’9). Menn hafi sáð í garða sína með marz-byrjun, og
sumir jafnvel fyr, og hepnast vel. En næst.i vetur þar
ú eftir segir hún að verið hafi sá kaldasti, sem hún
hafi lifað hér vesturfrá. Árið 1890 byrjaði með norð-
austan ofsaveðri og snjókomu, sem hélst að mestu
oslitið fram að byrjun marzmánaðar, og að fjörður-
inn hafi þá verið lagður eins langt og augað eygði. í
sambandi við þetta má geta þess, að eg, sem þetta rita,
hefi heyrt eldra fólk tala um “frostaveturinn mikla”,
CK að þá hafi verið ekið á sleðum, með hestum fyrir,
.viir Drayton höfnina, sem bærinn Blaine stendur við